Frétt

| 09.03.2001 | 10:15Fjórar umsóknir um starf forstöðumanns

Þróunarsetur Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði.
Þróunarsetur Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði.
Búast má við því að félagsmálaráðherra ákveði ráðningu forstöðumanns Nýbúamiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði í næstu viku. Um stöðuna sóttu þær Birna Lárusdóttir, Ísafirði, Branka Remic, Bolungarvík, Dragana Zastavnikovic, Ísafirði, og Elsa Arnardóttir, Reykjavík. Skipaður hefur verið ráðgjafarhópur til þess að vera forstöðumanni til stuðnings. Þann hóp skipa Sigríður Lillý Baldursdóttir í félagsmálaráðuneytinu, Guðrún Stella Gissurardóttir í Bolungarvík af hálfu Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða (Vinnumálastofnunar), Hörður Högnason á Ísafirði af hálfu Rauða krossins, Ingimar Halldórsson á Ísafirði af hálfu Fjórðungssambands Vestfirðinga og Roland Smelt í Bolungarvík af hálfu Róta, félags áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum.
Óvíst er að unnt verði að opna Nýbúamiðstöðina formlega 24. mars, á lokadegi Þjóðahátíðar Vestfirðinga, eins og stefnt hefur verið að, vegna þess að talsverð vinna er ennþá eftir við húsnæði hennar í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði. Ekki er langt síðan hægt var að hefjast handa við undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar þar sem fjármagn fékkst ekki fyrr en í janúar.

Að sögn Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur verður hér um þriggja ára tilraunastarf að ræða. Ekkert er hægt að segja um það fyrirfram hversu stórt barnið verður eða hvort þessi miðstöð á Ísafirði verður vísir að landsmiðstöð fyrir nýbúa. Hins vegar segir Sigríður Lillý að vonast sé til að henni vaxi fiskur um hrygg og húsnæðið var valið með það í huga. Hún segir miklu skipta að fá öflugan forstöðumann því að segja megi að verkefnið standi eða falli með honum. Ráðgjafarnefndin sem áður var getið er ekki stjórn miðstöðvarinnar heldur verður hún forstöðumanninum til stuðnings og til þess að skapa betri tengsl við viðkomandi samtök. Sigríður Lillý segir mikilsvert að Nýbúamiðstöð Vestfjarða verði byggð upp af öryggi og festu en jafnframt þurfi verkið að ganga hratt, þannig að reynslutíminn nýtist sem best.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli