Frétt

bb.is | 10.10.2003 | 14:54Opnar Intrum útibú á Ísafirði?

Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Bæjarstjórinn á Ísafirði segir engin störf flytjast úr bænum með samningi Fasteigna Ísafjarðarbæjar við Intrum því fyrirtækið undirbúi opnun útibús á Ísafirði. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi segir bæjarstjórn glepjast af gylliboðum að sunnan og grafa með því undan grundvallarviðhorfum sem ríkt hafi í bæjarstjórn.
Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 25. september lagði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi (F) fram svohljóðandi fyrirspurn: „Í annars ágætu yfirliti frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar, dagsettu 10. september 2003, kemur ekki fram með hvaða hætti innheimtumálum hjá einkahlutafélaginu er háttað. Fram hefur komið áður, að til tals hefi komið að semja við fyrirtæki í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu um innheimtu reikninga og um svonefnda milliinnheimtu. Undirritaður hefur látið í ljós andstöðu við þau áform að flytja úr bænum slík verkefni, sem hér um ræðir, ekki síst í ljósi atvinnuástands á svæðinu. Því er nú spurt. Hver er staða þessara mála hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. og hefur slík innheimta, sem að ofan greinir, vegna annarra bæjarstofnana eða bæjarsjóðs, komið til?“

Í viðtali við bb.is þann 30.september staðfesti Gísli Jón Hjaltason framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. að fyrirtækið hefði gert samning við Intrum í Reykjavík um milliinnheimtu.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær lagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri fram svar við áðurnefndum spurningum Magnúsar. Í svarinu segir m.a.: „Það er ekki rétt ályktað hjá fyrirspyrjanda að verið sé að flytja störf úr bænum því þessi þjónusta er ekki hér til staðar og ekki verið að leggja af starf innheimtufulltrúa Ísafjarðarbæjar, hér er einungis um aukna innheimtu að ræða þar sem meiri áhersla er lögð á forstig innheimtu áður en farið er í lögfræðiinnheimtu sem er ákaflega kostnaðarsöm fyrir greiðendur. Með vísan til þess sem kemur fram hér í svari bæjarstjóra má frekar draga þá ályktun að störfum gæti fjölgað hér í bænum opni Intrum hér útibú.

Þegar þetta mál var í skoðun af hálfu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. komu fleiri en eitt fyrirtæki til greina sem bjóða upp á milliinnheimtu.Í viðræðum undirritaðs við fulltrúa Intrum kom fram að fyrirtækið hefði í huga að opna útibú á Ísafirði kæmi bærinn eða fyrirtæki á hans vegum inn með milliinnheimtu. Intrum sér um þessa þjónustu fyrir nokkur fyrirtæki og stofnanir hér á svæðinu og taldi að með því að Ísafjarðarbær kæmi inn líka væri kominn grundvöllur fyrir opnun skrifstofu á Ísafirði með 2-3 starfsmönnum. Slíkar skrifstofur eru t.d. á Akureyri og á Egilsstöðum og hafa verkefni af höfuðborgarsvæðinu verið flutt þangað. Hið sama gæti verið upp á teningnum hér verði af opnun skrifstofu á Ísafirði.

Við undirbúning þessa svars til bæjarfulltrúa hafði undirritaður samband við þann fulltrúa Intrum sem kom á fund minn til að kynna hugmyndir um opnun útibús og innti hann eftir því hvar málið væri statt. Svör hans voru þau að þetta stæði ennþá til en byggðist að hluta á því hvernig Landsbanki Íslands sem er hluthafi í Intrum kæmi að málinu og einnig að hluta á því hvort samstarf við starfandi lögmenn á svæðinu tækist því Intrum vill helst opna hér skrifstofu með millinnheimtu en eiga samstarf um lögfræðiinnheimtuna að þeirra sögn. Fulltrúi Intrum segir að niðurstaða fáist af þeirra hálfu síðasta lagi í nóvember á þessu ári.“

Í framhaldi af svari bæjarstjóra lagði Magnús Reynir fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður telur það eitt af meginverkefnum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að skapa skilyrði fyrir jákvæða þróun atvinnumála í bæjarfélaginu. Til að árétta mikilvægi atvinnumálanna hefur bæjarstjórnin kosið sérstaka atvinnumálanefnd til að freista þess að fjölga störfum og jafnframt að tryggja að störf glatist ekki af svæðinu. Það skýtur skökku við þegar forráðamenn Ísafjarðarbæjar láta glepjast af gylliboðum ýmissa fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu, sem bjóða fram þjónustu, sem í reynd fækkar atvinnutækifærum hér heima í héraði. Fyrirtækið Intrum er eitt þeirra fyrirtækja sem í þessu tilfelli býður fram svokallaða milliinnheimtu sem í reynd er óþarfa viðbót við þau innheimtustörf, sem unnin hafa verið af starfsfólki Ísafjarðarbæjar fram til þessa með þokkalegum árangri. Með því að láta það viðgangast að nýstofnað hlutafélag Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf., flytji störf úr Ísafjarðarbæ til Reykjavíkursvæðis

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli