Frétt

| 08.03.2001 | 10:31Tittir og trillur

Fyrir svosum þrjátíu árum skrifaði ágætur heimspekingur bók sem hét því fallega og yfirlætislausa nafni „Smátt er fagurt“. Í afar stuttu máli var erindi höfundarins það, að því smærri sem flestar einingar eru í umhverfi okkar, því betur nýtur einstaklingurinn sín og því manneskjulegra er þjóðfélagið í heild. Þetta á við um fyrirtækin sem við vinnum hjá, skólana sem börnin okkar ganga í og samfélögin sem við lifum í, en það þarf reyndar ekki að segja okkur Íslendingum hversu mikil sannindi þetta eru.

Ég þykist vita að heimspekingurinn hafi ekki sérstaklega haft í huga sjávarútveg á Íslandi þegar hann skrifaði þessa bók, en samt hefur mér óneitanlega orðið oft hugsað til hennar síðustu daga þegar birtar hafa verið afkomutölur nokkurra stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi, um milljarðana alla sem þau töpuðu á síðasta ári.
Á undanförnum árum og misserum hefur það verið lenzka í sjávarútvegi að gera fyrirtæki sífellt stærri og stærri, ýmist með sameiningum eða uppkaupum á litlum fyrirtækjum, og auðvitað allt í nafni sparnaðar og hagræðingar. Við þekkjum nöfnin á þessum fyrirtækjum: Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa, Haraldur Böðvarsson, Snæfell o.s.frv., o.s.frv.

Þetta eru risarnir í útgerðinni – kóngarnir hans Kristjáns Ragnarssonar – og þeir eiga samanlagt lungann úr kvótanum, sem er annað nafn yfir óveiddan fiskinn í sjónum.

En þessar stækkanir og þessar sameiningar hafa haft ýmsar afleiðingar, því að auðvitað varð kvótinn ekki til af sjálfum sér, heldur kom einhvers staðar að. Kvótaeigendur víðs vegar um land tóku því tækifæri fegins hendi á sínum tíma, að selja fiskinn í sjónum og þurfa ekki einu sinni að hafa fyrir því að veiða hann, heldur hirða bara peningana og kaupa sér verzlanir í Reykjavík eða fótboltafélög í útlöndum.

En þetta þýddi líka að byggðarlög víða um land stóðu eftir í anzi slæmum sporum, þegar útgerðarmennirnir höfðu selt frá þeim lífsbjörgina og atvinnutækin. Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði lýsti þessari þróun á Vestfjörðum ágætlega í grein í Morgunblaðinu í gær, en sömu sögu má segja af byggðarlögum fyrir norðan og hér fyrir austan.

En mannskepnan er þrjózk og menn legga ýmislegt á sig þegar fjölskyldan, framtíðin og ævistarfið eru í húfi. Þess vegna hefur á síðustu árum orðið mikil gróska í smábátaútgerð út um allt land, sem hefur ráðið úrslitum fyrir heilu byggðarlögin. Þessir trillukarlar hafa að vísu þurft að kaupa eða leigja þorskkvóta af þeim sem áttu hann fyrir, og þannig þurft að borga þeim, sem fyrir eru í greininni, auðlindagjald – gjald fyrir að veiða fiskinn sem búið var að gefa tilteknum útgerðarmönnum. En trillukarlarnir hafa líka notið þess að sumar tegundir hafa verið utan kvóta, sérstaklega ýsa, steinbítur og ufsi. Það hefur skipt sköpum fyrir margan trillukarlinn að geta veitt þessar fisktegundir meðfram þorskinum án þess að borga sérstaklega fyrir það, enda er ekki búið að gefa neinum ýsuna, steinbítinn og ufsann ennþá.

„Ennþá“ er reyndar lykilorð í þessu sambandi, því að kvótakerfið lætur ekki að sér hæða. Í haust stendur nefnilega til að setja þessar fisktegundir inn í kvótann og þar með má segja að sköpunarverk Halldórs Ásgrímssonar og Kristjáns Ragnarssonar sé fullkomnað. Nú verður síðustu fiskunum úthlutað til útgerðarmanna og það þýðir að hægt er að selja fiskinn óveiddan hvert á land sem er og eftir standa byggðarlögin – aftur – án lífsbjargarinnar og atvinnutækjanna. Og enginn kemst í framtíðinni inn í þessa atvinnugrein – ekki unglingsstrákarnir sem horfa nú löngunaraugum út á hafið án þess að borga þeim, sem fyrir eru, morð fjár fyrir óveiddan fiskinn.

Eflaust gleðjast stóru útgerðarfyrirtækin yfir því að geta nú krafsað til sín það litla af fiskistofnunum sem þau eiga ekki nú þegar – í ástkæra kvótakerfinu þeirra –, þessa titti sem menn hafa verið að húkka upp af hafsbotninum á litlum trillum. En það vill svo til að þessir tittir og þessar trillur standa undir atvinnulífi í heilu byggðarlögunum, atvinnulífi sem kvótakerfið var þegar næstum búið að ganga milli bols og höfuðs á.

Kristján Ragnarsson og kóngarnir hans geta að minnsta kosti sleppt því að reyna að sannfæra mig um að það muni auka hagræðingu og sparnað í sjávarútvegi, að þeir læsi klónum í fiskinn sem heldur lífinu í litlum byggðum út um allt land – að minnsta kosti þangað til þeir eru hættir að tapa milljörðum á hveru ári í stóru, sparsömu og marghagræddu fyrirtækjunum sínum.

Það á nefnilega við um vistvænar veiðar trillukarlanna, sem skila miklum verðmætum og skapa mikla vinnu, að smátt er fagurt, en græðgi hinna stóru er ljót.

Karl Th. Birgisson flutti þennan pistil í Spegli Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, 7. mars 2001.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli