Frétt

bb.is | 09.10.2003 | 16:47Er framsalið banabiti byggðanna? spyr Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
„Við Vestfirðingar munum fláræði og blíðmælgi manna sem keyptu ráðandi hlut í vestfirskum útgerðarfyrirtækjum og sögðust ætla að efla útgerð og vinnslu en fluttu innan skamms tíma veiðiheimildirnar til síns heima á Akureyri, í Grindavík og Rifi, svo dæmi séu nefnd. Síðan framsalið var leyft óheft hafa aflaheimildir safnast á tiltölulega fáa staði og frá mörgum sjávarplássum um land allt.“ Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður m.a. í grein sem birt er á undirvefnum Pistlar hér á bb.is í dag undir fyrirsögninni Framsalið – banabiti byggðanna? Kristinn heldur áfram:
„Nú vakna menn við vondan draum á stöðum eins og Akranesi og Akureyri, kvóti getur nefnilega farið frá þeim en ekki bara færst til þeirra. Það er enginn öruggur. Þess vegna verður að gera breytingar á gildandi lögum, þannig að handhafar kvótans hafi ekki fullkomlega frjálsar hendur um sölu veiðiheimildanna og hagsmuna annarra í plássunum sé gætt. Útvegsmenn eru hvorki einir í heiminum né hinir útvöldu. Það er því ekki eðlilegt að þeir einir eigi eða ráði. Þetta er stóra vandamálið sem menn komast ekki undan að taka á. Framsalið hefur lamað mörg sjávarpláss og gæti orðið banabiti þeirra.“

Síðar í greininni segir Kristinn H. Gunnarsson:

„Mér finnst að Þórður Rafn Sigurðsson fari offari í viðtali við Eyjafréttir fyrir skömmu. Hann ræðst persónulega að fólki og engu líkara er en að hann einn viti og kunni. Hann bregður mér um að hafa ekki vit á því hvað fiskur er og hvernig hann hagar sér, Drífa Hjartardóttir fær þá sendingu að hafa ekki hundsvit á þessum málum, bæjarfulltrúar í Eyjum eru glópar og Einar Oddur Kristjánsson fær sinn skerf. Sigurjón Óskarsson bætir um betur og vegur að Matthíasi Bjarnasyni og þeir báðir ráðast að Guðmundi Halldórssyni.“

– – –

„Dæmi um sameiningu fyrirtækja er útgerð Guðbjargarinnar frá Ísafirði. Fyrirtækið var sameinað Samherja til þess að afla meiri veiðiheimilda á skipið og samið var um að það yrði áfram gert út frá Ísafirði. Það var svikið. Veiðiheimildir voru ekki fluttar til Ísafjarðar, heldur frá Ísafirði til Akureyrar. Það voru ekki Vestfirðingar sem sviku, þeir voru sviknir, þetta er ekki eina dæmið af þessu tagi.

Hvers vegna segir Þórður Rafn, í ljósi þessa, að helsta vandamál Vestfirðinga sé hversu illa þeim tókst að halda á sínum kvótamálum? Felst í þessu sú skoðun að hann telji að sá sem svikinn er sé ábyrgur en ekki sá sem sveik?“

hlynur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli