Frétt

Kristinn H. Gunnarsson alþm. | 09.10.2003 | 16:23Framsalið – banabiti byggðanna?

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
Á síðum blaðsins Eyjafrétta er deilt um línuívilnun, kjarni málsins er atvinnuöryggi byggðanna. Fólk tekur afstöðu í málinu eftir því hvort það telur að málið bæti stöðu byggðarlagsins eða dragi úr atvinnuöryggi. Línuívilnunin mun bæta stöðu fólks þar sem línuútgerð er stunduð að einhverju marki. Kosturinn er að slík útgerð stuðlar að vinnslu í landi og tengir saman byggð og nærliggjandi fiskimið. Það eykur atvinnuöryggi. Það er mikill misskilningur að ívilnunin muni skaða aðra staði, af þeirri einföldu ástæðu, að hún er hófleg og afmörkuð og á ekki að valda samdrætti í útgefnum aflaheimildum. Þannig er frá málinu gengið í samþykktum stjórnarflokkanna hvors um sig.
Stjórnarflokkarnir: Valkostur útgerðarmanna

Það kom skýrt fram í kosningabaráttunni hvað ívilnunin gæti verið, t.d. í Morgunblaðinu 24. apríl. Engin viðbrögð urðu meðal útvegsmanna alla kosningabaráttuna. Ég hef farið yfir öll skrif og viðtöl við þá fyrir síðustu kosningar og enginn þeirra minntist einu orði á línuívilnunina. Voru þeir þó sérlega áberandi síðustu dagana og beittu sér verulega í því skyni að hafa áhrif á kjósendur.

Það er satt að segja umhugsunarefni, en verður ekki rætt frekar hér, en útvegsmennirnir vöruðu við málflutningi stjórnarandstöðunnar og vísuðu auðvitað þar með kjósendum á stjórnarflokkana. Það er athyglisvert því enginn stjórnarandstöðuflokkur bar fram línuívilnun heldur einungis stjórnarflokkarnir.

Meðal þeirra sem beittu sér var Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann skrifaði tvær greinar fyrir kosningar, í Mbl. 3. maí og í Fréttablaðinu 9. maí, gegn málflutningi stjórnarandstöðuflokkanna, en minntist ekki einu orði á línuívilnun, hann hafði sem sé ekkert við hana að athuga. Honum fannst engin ástæða til þess að vara Eyjamenn við samþykkt Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar.

Standa á við gert samkomulag

Tillaga um málið var samþykkt samhljóða og án mótatkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar sl. Tveir ágætir félagar úr Suðurkjördæmi báru tillöguna fram og töluðu fyrir henni, þeir Hjálmar Árnason og Eysteinn Jónsson. Annar er þingmaður kjördæmisins og hinn er aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.

Samþykkt um línuívilnun var samkomulag milli þeirra sem vildu breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, m.a. til þess að styrkja veikar sjávarbyggðir, og hinna sem vilja engar breytingar, en óttuðust tillögur stjórnarandstöðunnar. Það gildir um báða stjórnarflokkana og menn eiga að standa við gert samkomulag. Það er ekki stórmannlegt að hlaupa frá því eftir kosningar.

Framsalið: Enginn öruggur

Vandinn er ekki línuívilnunin heldur framsalið sjálft. Það eru of mörg dæmi um ákvarðanir sem útgerðarmenn eða eigendur hlutabréfa tóku og gengu gegn almennum hagsmunum íbúanna í viðkomandi byggðarlagi.

Við Vestfirðingar munum fláræði og blíðmælgi manna sem keyptu ráðandi hlut í vestfirskum útgerðarfyrirtækjum og sögðust ætla að efla útgerð og vinnslu en fluttu innan skamms tíma veiðiheimildirnar til síns heima á Akureyri, í Grindavík og Rifi, svo dæmi séu nefnd. Síðan framsalið var leyft óheft hafa aflaheimildir safnast á tiltölulega fáa staði og frá mörgum sjávarplássum um land allt.

Nú vakna menn við vondan draum á stöðum eins og Akranesi og Akureyri, kvóti getur nefnilega farið frá þeim en ekki bara færst til þeirra. Það er enginn öruggur. Þess vegna verður að gera breytingar á gildandi lögum, þannig að handhafar kvótans hafi ekki fullkomlega frjálsar hendur um sölu veiðiheimildanna og hagsmuna annarra í plássunum sé gætt.

Útvegsmenn eru hvorki einir í heiminum né hinir útvöldu. Það er því ekki eðlilegt að þeir einir eigi eða ráði. Þetta er stóra vandamálið sem menn komast ekki undan að taka á. Framsalið hefur lamað mörg sjávarpláss og gæti orðið banabiti þeirra.

Sérstaða Vestmannaeyja

Vestmannaeyjar hafa algera sérstöðu þegar skoðað er hvernig lönduðum afla er ráðstafað. Á síðasta ári var landaður botnfiskafli 39.169 tonn í Eyjum. Aðeins 23% aflans fór til vinnslu í heimahöfn eða 9.144 tonn. Verkað annars staðar innanlands voru 3.157 tonn til viðbótar. Samtals er til vinnslu innanlands aðeins um 31% af botnfiskaflanum. Landað unnið var 15.305 tonnum, erlendis var landað 4.100 tonnum og 7.398 tonn voru send í gámum.

Þetta eru ótrúlegar tölur, í það heila tekið fara aðeins um 30% af aflanum til vinnslu innanlands, önnur 30% eru unnin úti á sjó og um 40% eru seld óunnin úr landi. Engin önnur verstöð á landinu ráðstafar afla sínum með þessum hætti.

Vestfirðingar vinna sjálfir um 76% af lönduðum botnfi

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli