Frétt

| 08.03.2001 | 08:43„Latir þingmenn og landsbyggðarpotarar“

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
Ég tek undir með þeim sem segja að einungis séu tveir möguleikar í flugvallarmálinu, ef miða á við þær forsendur sem við þekkjum í dag. Annað hvort verður völlurinn áfram á svipuðum slóðum eða hann flyst til Keflavíkur. Ef Reykvíkingar kjósa að völlurinn verði ekki lengur innan borgarmarkanna tel ég einsýnt, að þeir líti ekki á borgina sína sem miðstöð og höfuðborg allra Íslendinga. Aðrir landsmenn munu túlka slíka niðurstöðu sem skýr skilaboð og hlutverk borgarinnar verður þá að endurskoða með tilliti til vilja íbúanna þar.
Þetta segir Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, meðal annars í grein í Morgunblaðinu í dag, undir fyrirsögninni Latir þingmenn og landsbyggðarpotarar. Birna segir enn fremur:

Upp á síðkastið hefur mér þótt málflutningur sumra um framtíð Reykjavíkurflugvallar taka á sig frekar dapurlega mynd, ekki ólíka þeirri sem oft skýtur upp kollinum í umræðu um vegamál... Því miður hefur mér þótt málflutningur of margra, jafnvel þingmanna, stjórnast af því að eitt útiloki annað í þessum efnum. Fjárframlög hins opinbera eru öllu flóknari en svo að hægt sé að bera hluti saman með jafneinföldum hætti.

Á sömu lund hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll þróast upp í erjur milli landsbyggðar og höfuðborgar og sumir sjást ekki fyrir í atganginum. Því hefur verið slegið fram að þeir einir sem nýti sér innanlandsflug hér á landi séu annars vegar „latir þingmenn utan af landi“, sem nenni ómögulega að leggja lykkju á leið sína til Keflavíkur og hins vegar „landsbyggðarpotarar“ (sveitarstjórnarmenn) sem eigi það eitt erindi til Reykjavíkur að sníkja jarðgöng út úr ráðamönnum við Austurvöll.

Ekki ætla ég að tíunda hér hverjir það eru sem helst nýta innanlandsflug á Íslandi en farþegafjöldinn skiptir hundruðum þúsunda á ári og fer vaxandi. Það segir sig sjálft að þingmenn og sveitarstjórnarmenn gerðu þá lítið annað en að fljúga ef flestir farþeganna kæmu úr þeirra röðum.

BB 02.03.2001
Endurskoða þarf skilgreiningu á hlutverki höfuðborgar ...

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli