Frétt

Leiðari 40. tbl. 2003 | 08.10.2003 | 11:04Hverra er ábyrgðin?

„Það hafa dunið á okkur áföllin síðustu árin“, segir bæjarstjórinn í Sandgerði. Hann segir vanda bæjarfélagsins meiri en heimamenn ráði einir við. Við sölu á Miðnesinu fluttist kvótinn upp á Akranes. Loðnuverksmiðjan var rifin eftir að Síldarverksmiðjan í Neskaupstað, sem átti hana, sameinaðist SR-mjöli. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið hafa farið út í umtalsverðar fjárfestingar á síðustu árum í samráði við ríkisvaldið og „eigendur kvótans“. Höfnin var stækkuð og dýpkuð og aðstaða fyrir uppsjávarveiðiflotann bætt. Vandséð er að sú framkvæmd nýtist eftir að loðnuverksmiðjan var rifin. Kvótinn er farinn og eftir situr bæjarfélagið með skuldir sem það rís ekki undir. Undrar einhvern þótt bæjarstórinn leiði ríkisvaldið til samábyrgðar?

Bílddælingar hafa marga fjöruna sopið í atvinnumálum. Til þessa hafa þeir alltaf staðið upp aftur. Nú er uppgjöf í mönnum. „Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem við stöndum frammi fyrir slíku ástandi. Hins vegar er merkjanlegt að sá kraftur og áræðni sem einkenndi íbúa hér þegar bjátaði á áður fyrr er horfinn. Þessi endalausa barátta hefur sannarlega tekið sinn toll“, segir Jón Páll Jakobsson, skipstjóri á Bíldudal, í samtali við Fréttablaðið og dregur enga dul á að „siðferðisleg skylda stjórnvalda [sé] geysilega mikil. Stjórnvöld komu kvótakerfinu á í núverandi mynd og það er því þeirra að koma þeim fjölmörgu manneskjum til bjargar sem sitja nú með sárt enni og tóma buddu vegna kvótabrasks fyrirtækjanna. Kvótinn er lífæð litlu byggðarlaganna úti á landi og ekkert annað kemur í staðinn. Þörungavinnsla og kræklingaeldi er gott og blessað en það eru aukabúgreinar við hlið sjávarútvegsins.“

Erum við búin að gleyma Raufarhöfn? Eru marklaus þau ummæli Jóns Inga Kristjánssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Afls, að ákvörðun Útgerðarfélags Akureyrar um að loka fiskvinnslunni Dvergasteini á Seyðisfirði sé „dæmi um kvótakerfið í sinni verstu mynd“?

Hver heimilaði frjálst og ótakmarkað brask með óveidda fiskinn í sjónum? Það var Alþingi Íslendinga. Fyrir kosningar sagði formaður Framsóknarflokksins framsalið hafa verið ágalla á kvótakerfinu alla tíð. Ætlar hann að afnema það? Eða á „hagkvæmnin“ sem viðskiptaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali 25. sept. að „yrði að vera í greininni“ áfram að ráða ferðinni og rústa hvert sjávarplássiið á fætur öðru? Dýr mun Hafliði allur! Er ekki tímabært að þingmenn svari þeirri spurningu, hvað „hagkvæmnishafliði“ kvótakerfisins má allur kosta? Hversu mörgum sjávarþorpum ætla menn að fórna?
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli