Frétt

| 07.03.2001 | 14:02Auglýst eftir byggðastefnu!

Ágæti lesandi, kannski finnst þér fyrirsögnin út í hött. En hugsaðu málið aðeins betur. Hver hefur lagt fram stefnu í málefnum vestfirskra byggða? Áður en spurningunni verður svarað hér skal minnt á að margir hafa lagt orð í belg. Fátt hefur gerst til að vekja vonir. Þó er skylt að taka fram að á Suðureyri eru athafnamenn að vinna gott verk. Sama er að gerast á Flateyri. Íbúar þessara tveggja þorpa hafa mátt horfa á eftir tækifærum á altari sameiningar. Básafell, sem varð til úr meðal annars Norðurtanganum og rækjuverksmiðjum á Ísafirði, tók einnig til fyrirtækja á Suðureyri og Flateyri. Niðurstaðan varð sú, að fyrirtæki, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafði tekið þátt í að byggja upp, með það að markmiði að auka möguleika byggðarinnar í sjávarútvegi, var selt með samþykki bæjarstjórnar. Breytti engu þótt bæjarstjórinn hafi verið stjórnarmaður. Þar með fór gríðarlega mikilvægur kvóti úr bænum. Grunni undir hefðbundnu atvinnulífi í Ísafjarðarbæ var kippt burtu í einu vetfangi. Eftir sátu heimamenn með sárt ennið, en áttu þó hlut að máli fyrir tilstilli bæjarstjórnar. Af þessari döpru sögu má ráða að vonlítið er að líta til bæjarstjórnar um forystu í atvinnumálum. En atvinnumál eru byggðamál fyrir Vestfirðinga.

Þingeyringar hafa þolað svipaðar sviptingar í atvinnulífi þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Bolvíkingar róa nú lífróður og bíða ákvarðana Byggðastofnunar vegna sölu eigna Nasco hf. Þó verður eindregið að vara bæjarstjórn Bolungarvíkur við þeirri ráðstöfun að verja síminnkandi ráðstöfunarfé fækkandi skattgreiðenda í sveitarfélaginu til atvinnureksturs. Það er leið neyðar og nauðungar, sem of oft hefur verið farin og gefist illa. Kvótakerfið hefur oft borið á góma á þessum vettvangi. Bent hefur verið á kosti þess og galla. En því miður er það mannanna verk sem hefur reynst Vestfirðingum einna erfiðast að ná tökum á. Afskipti sveitarstjórna hafa heldur orðið til hins verra. Lítið ber á samþykktum sveitarstjórna varðandi atvinnumál. Skal þá ekki að sinni minnst á væntanlega sölu hins væntanlega hlutafélags, Orkubús Vestfjarða, til ríkisins, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar keppist við að telja sjálfri sér og öðrum trú um að verði ekki selt til að greiða skuldir við félagslega húsnæðiskerfið.

Kannski er það svo að ríkisvaldið telji sig einfaldlega ekki þurfa að hlusta mikið á sveitarstjórnarmenn, sem virðast ekki klárir á því hvað rætt er og samþykkt í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Að minnsta kosti er fátt sem bendir til þess að sveitarstjórnir beiti Alþingi og ríkisstjórn þrýstingi í því skyni að knýja fram stefnumótun, sem gerir fólki kleift að búa utan Reykjavíkur og næsta nágrennis. Gallinn er sá að venjulegir kjósendur eiga ekki margra kosta völ. Í hinu margrómaða lífsgæðakapphlaupi telja flestir krónur og aura og hugsa um það helst að eiga fyrir næsta vísa- eða júróreikningi. Skítt með það hvor einhverjir búi „úti á landi“. Sýnin til framtíðar snýst um búksorgir og útlandaferðir. Er til byggðastefna fyrir Vestfirði? Nei! Ekki meðan Alþingi og sjávarútvegsráherra vilja kvóta á ýsu og steinbít strax.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli