Frétt

| 07.03.2001 | 08:06Vanþróaðar fiskveiðar stundaðar við Brasilíu

Troll og hlerar tilbúin til notkunar. Eins og sjá má þurfa sjómennirnir þarna ekki að fjárfesta í dýrum sjógalla. Mynd: Mbl./Úlfar.
Troll og hlerar tilbúin til notkunar. Eins og sjá má þurfa sjómennirnir þarna ekki að fjárfesta í dýrum sjógalla. Mynd: Mbl./Úlfar.
Skip og veiðibúnaður er yfirleitt afar vanþróað í Brasilíu og mikinn mannafla þarf jafnan við veiðarnar. Algengustu veiðarfærin eru nætur og troll, þótt krókaveiðar séu þekktar, svo og gildruveiðar. Bátarnir veiða flestir á grunnu vatni og afar sjaldgæft að farið sé út á 100 metra línuna eða utar. Veiðimagnið virðist yfirleitt vera lítið og til dæmis eru stærstu bátarnir í Angra dos Reis á um 25 daga útilegu, en landa þó annan hvern dag. Venjan er að fara um 12 daga leið norður eða suður með ströndinni og svo sömu leið til baka og ekki reynt á sama veiðisvæðinu nema í mjög stuttan tíma í einu.
Þetta segir Úlfar Ágústsson m.a. í sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, í dag. Úlfar, sem búsettur er á Ísafirði, kom fyrir skömmu úr kynnisferð til Brasilíu. Ítarlegt viðtal við hann birtist í Bæjarins besta þegar hann var að leggja upp í ferðina. Erindi hans þangað var að kynna sér aðstæður fyrir útgerð smábáta þar og möguleika fyrir Íslendinga á því sviði.

Um 10 metra togbátur var að landa á laugardegi þegar fréttaritari Morgunblaðsins var á bryggjunni. Um borð virtist vera 6 manna áhöfn og aflinn var vel innan við 100 kg af rækju og kolkrabba. Þar sem fiskmarkaðurinn er ekki opinn á laugardögum var skipshöfnin að selja aflann við skipshlið.

Tvo menn þurfti til að hreinsa lestina. Annar stóð á dekkinu og jós sjónum við skipshliðina upp í fötu, hinn stóð í lestinni og skvetti úr. Utan í hvora síðuna voru hlerarnir bundnir, rúmur 1/2 fermetri hvor og trollið sem var tvískipt var snyrtilega gert upp og lagt við hlerana. 300 l fiskikar hefði sennilega dugað undir allan veiðarfærabúnaðinn.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli