Frétt

mbl.is | 05.10.2003 | 20:24Efnarafalknúnir vetnisvagnar á ferð í Reykjavík

Efnt var til fjölskylduhátíðar við aðalstöðvar Strætó bs í Mjódd og vetnistöðvar Skeljungs í dag í tilefni af komu vetnisstrætisvagna hingað til lands. Hátíðin hófst í Mjóddinni klukkan 13 þar sem Lilli klifurmús og Mikki refur úr Dýrunum í Hálsaskógi skemmtu börnunum. Þá voru ýmiss söngatriði, svo sem atriði með KK og Magnúsi Eiríkssyni. Vetnisvagnarnir óku á milli Mjóddar og vetnisstöðvarinnar. Við vetnisstöð Skeljungs gátu gestir fræðst um vetni sem framtíðarorkugjafa. Starfsmenn Íslenskrar NýOrku fræddu gesti um áhrif vetnis á umhverfið og svöruðu spurningum. Trúður og harmonikkuleikari tóku á móti gestum við vetnisstöðina og gáfu krökkunum boli og blöðrur og fullorðna fólkið fékk vetnisdrykk.
Íslensk NýOrka afhenti í morgun Strætó bs. lykla að tveimur af þremur efnarafalknúnum vetnisvögnum sem verða í almennum akstri Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu næstu tvö árin. Vagnarnir og vetnisstöðin, sem opnuð var í vor, eru hluti af rannsóknar- og þróunarverkefni um vetnisnotkun sem kallast ECTOS. Heildarkostnaður verkefnisins nemur ríflega 700 milljónum króna.

Mercedes-Benz vetnisvagnarnir sem afhentir voru í dag eru svokallaðir lággólfsvagnar en hið lága gólf þeirra auðveldar aðgengi. Þeir eru þó um hálfum metra hærri en hefðbundnir dísilvagnar þar sem stór hluti vetnisbúnaðarins, s.s. geymsluhylki og efnarafalar, er geymdur uppi á sérstaklega styrktri þakgrind vagnanna. Drægi þeirra er áætlað um 200 km en það dugar fyrir hefðbundinn dagsakstur hjá Strætó. Hámarkshraði vagnanna er um 80 km/klst. Gert er ráð fyrir að vagnarnir fari í almennan akstur á allra næstu dögum á leið 2.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli