Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 03.10.2003 | 10:28Kapítalismi andskotans

Til eru þeir spekingar í íslenskri stjórnmálaumræðu sem sjá sig jafnan knúna til að bera blak af hnattvæðingu á forsendum fjármagnseigenda þegar fram kemur gagnrýni á nútíma þrælahald, barnavinnu, stórkostleg umhverfisspjöll og aðbúnað sem þeir sjálfir létu aldrei bjóða sér. Telji þessir spekingar sig ekki þess umkomna að afgreiða alla gagnrýni sem misskilning hvetja þeir fólk til að bíða rólegt því þetta muni allt skána – einhvern tímann. Það sé gott fyrir fátæku ríkin að fá erlenda fjárfestingu inn fyrir landamærin.
Í Mexíkó er komin nokkur reynsla á tilraunir til að laða alþjóðlega auðhringa inn í landið með framleiðslu sína og hala þannig inn skatttekjur í ríkiskassann. Í þeim tilgangi voru sett á fót hin frægu maguiladoras, hálfgerð fríríki meðfram landamærunum að Bandaríkjunum. Á þeim tíu árum sem síðan eru liðin hafa fjölmörg fyrirtæki, einkum bandarísk, fært verksmiðjur sínar í stórum stíl inn á frísvæðin og fært sér ódýrt vinnuafl í nyt.

En það hangir miklu fleira á spýtunni en lægri launakostnaður. Inni á frísvæðunum veitir hið opinbera ekki bara myndarlegan afslátt af sköttum heldur líka af löggjöf um félagsleg réttindi verkafólks og umhverfismál. Þess vegna er hægt að þvinga fólk til að vinna þar allt upp í 70-80 stundir á viku með hótunum um uppsagnir, beita það líkamlegu og andlegu ofbeldi, láta það vinna með heilsuspillandi efni án nokkurra varúðarráðstafana og skola svo hverju sem er út í opin ræsi. Mörg Mið- og Suður-Ameríkuríki hafa farið að fordæmi Mexíkó í von um þó ekki væri nema mola af borðum risanna.

Biðin eftir að eitthvað breytist í Mexíkó er vissulega á enda en breytingarnar eru ekki beinlínis í anda þess sem málsvarar þrælakistuliðsins hafa boðað. Eftir nokkurra ára starfsemi eru stórfyrirtækin á förum. Þeim bjóðast betri kjör í Asíu þar sem fólk fær 19 cent á tímann við að framleiða Nike-skó handa okkur svo við getum skokkað á malbiki milli þess sem við bíðum róleg eftir að kapítalistarnir komi með velsældina og réttlætið til fátæku landanna. Nú eru það Víetnam, Kambódía og Kína sem hafa mesta aðdráttaraflið.

Samkvæmt tölum frá hagstofu Mexíkó hafa meira en 500 af um 1600 fyrirtækjum, sem nýttu sér neyð Mexíkana með því að setja upp verksmiðjur á maguiladoras-ræmunni og höfðu 750 þúsund manns í vinnu, skellt í lás á síðustu tveimur árum og flutt burt 250 þúsund störf eða þriðjunginn af öllu saman. Í Kína eru laun verkafólks aðeins fjórðungur af því sem mexíkanskir launamenn hafa náð fram með harðri baráttu og þar eru engin lög um vinnuvernd og heilsugæslu til að íþyngja auðhringunum. Munurinn er svo mikill að það vegur upp flutningskostnað frá Suðaustur-Asíu og öll útgjöld sem fylgja því að hefja starfsemi á nýjum stað. Sony og Springfield Wire eru á meðal þeirra sem nýlega fluttu sig til Kína.

Svo lengi sem ríkisstjórnir sjá sig knúnar til að undirbjóða hverja aðra í kapphlaupinu um hylli auðhringana mun þessi hringekja halda áfram að snúast. Þeir sem lækka skattana niður fyrir það sem gerist í Kambódíu, veita fyrirtækjunum enn meira sjálfdæmi í umgengni við náttúruna og horfa algerlega framhjá meðferðinni á verkafólki ná til sín nokkur hundruð þúsund störfum í nokkur ár. Svo verða þau horfin. Og þessi ríki munu verða stöðugt verr í stakk búin til að veita þegnum sína menntun, heilsugæslu og aðra nauðsynlega þjónustu vegna þess að það er búið að skrúfa skattprósentuna niður í ekki neitt og tekjurnar eru eftir því.

Verkafólkið sem púlaði árum saman fyrir sultarlaun á frísvæðunum í Mexíkó og lagði jafnvel heilsuna í sölurnar, má nú búa sig undir að betla sér til matar. Börnin sem búið er að þrælka í hel í Indónesíu, Perú, Pakistan og á Sri Lanka biðu eins lengi og þau gátu eftir að lífið batnaði. Talsmenn þess að fjármagnseigendur hafi frelsi til að að leika þennan leik áfram ættu ef til vill að gefa sér tíma frá verðbréfapælingunum til að upphugsa betri svör.

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli