Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 01.10.2003 | 16:30Göfgar vinnan ekki manninn?

Skattlagning vinnulauna umfram fjármagnstekjur er ranglát og stríðir gegn almennu siðgæði í samfélaginu. Þetta segir Kåre Willoch, fyrrum forsætisráðherra í Noregi og leiðtogi norska Hægriflokksins um langt skeið. Vegna reynslu hans og fyrri starfa þykja sjónarmið Willochs jafnan sæta tíðindum í Noregi. Sl. laugardag gagnrýndi hann norsk skattalög harkalega á fundi norskra Rotary-manna í Molde.
Haft var eftir Willoch að eitt sinn hefði verið sagt að vinnan göfgaði manninn. Núna væru ráðandi öfl í samfélaginu búin að snúa þessu við og virtust telja að fjármagnið göfgaði manninn. Hann telur að skattkerfið grafi undan mikilvægum, siðferðilegum gildum í samfélaginu. Því þurfi að breyta og hætta allri mismunun, fjármagnstekjuskattur eigi að vera jafnhár skatti af atvinnutekjum.

Þetta sjónarmið hlýtur einnig að vekja athygli á Íslandi, þar sem vinnulaun eru skattlögð fjórfalt umfram fjármagnstekjur. Hugmyndir um að breyta því hafa fengið hörð viðbrögð í málgagni íslenskra hægrimanna, Morgunblaðinu, t.d. við síðustu kosningar. Íslenskir hægrimenn ættu kannski kynna sér málflutning skoðanabræðra sinna í Noregi áður en þeir bregðast sjálfkrafa við gegn breytingum.

Jafnframt því sem Kåre Willoch hefur tröllatrú á möguleikum markaðshagkerfisins þá hefur hann áhyggjur af allri mismunun innan samkeppnisumhverfisins. Þannig telur hann ekki rétt af yfirvöldum að hvetja til fjárfestingar í hlutabréfum með skattfríðindum. Þannig sé fjárfestingu beint á tilteknar brautir af hinu opinberu. Þetta eigi einnig við á alþjóðlegan mælikvarða, t.d. grafi tilvist svokallaðra “skattaparadísa? í alþjóðahagkerfinu undan skynsamlegri notkun fjármagns og félagslegu réttlæti.

Willoch hefur einnig bent á að alþjóðleg fyrirtæki geti uppskorið óeðlilegan ávinning umfram fyrirtæki sem framleiða fyrir nærmarkað, ef þau er leyst undan ábyrgð á því að borga fyrir umhverfisspjöll sem framleiðsla eða flutningar kunni að valda. Hvorttveggja geti alþjóðleg stórfyrirtæki stundum nýtt sér í samkeppni við smáfyrirtæki, sem sæti aðhaldi innan þjóðríkisins. Það sé verkefni allra sem styðji alþjóðavæðingu að koma sér saman um alþjóðlega skattlagningu vegna umhverfisspjalla.

Á fundinum sl. laugardag gagnrýndi Willoch einnig leiðtoga stórfyrirtækja sem virðist uppteknir af því að hágmarka eigin tekjur án tillits til hagsmuna fyrirtækisins. Hann telur að grægði forstjóranna sé eitt af óleystum vandamálum kapítalismans, en sé ekki komin til vegna markaðslögmála. Kapítalisminn þurfi á siðvæðingu að halda. Mikil auðæfi leggi mönnum skyldur á herðar og það sé ekki einkamál auðmanna hvernig þeir verji fé sínu. Nefndi hann meðal annars bónuskerfi forstjóra í olíufélaginu Statoil, sem olli því að laun þeir hækkuðu eftir sjálfkrafa því sem olíuverð fór hækkandi. Slíkt fyrirkomulag væri ekki til góðs fyrir aðra en þá sem mökuðu krókinn á því.

Áhugi norskra hægrimanna á að siðvæða markaðshagkerfið er athyglisverður. Enn sem komið er sjást engin ummerki slíks áhuga á Íslandi.

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli