Frétt

Stakkur 39. tbl. 2003 | 01.10.2003 | 11:51Ráðherra sýknaður og útgerðarmaður flytur

Það er alltaf eitthvað að gerast, má með sanni segja. Sjávarútvegsráðherra var sýknaður af kæru Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þess efnis að hafa viðhaft meiðyrði um fréttamanninn fyrrverandi. Nú er hann orðinn þingmaður og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ummæli um traust á fréttastofum og fréttamönnum og um tilbúnar fréttir væru ekki ærumeiðandi í garð Magnúsar Þórs. Í Fréttablaðinu var Illugi Jökulsson greinilega sammála Magnúsi Þór um að nú væri illt í efni. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra gæti bara sagt hvað sem væri um Magnús Þór. Langhundur Illuga um álit sitt á Árna eru einkaskoðanir hans. Sem slíkar standa þær fyrir sínu og lýsa höfundinum ágætlega, en Árna sennilega síður. Eftir stendur auðvitað, eins og á hefur verið bent hér áður, að fréttaflutningur af brottkasti af skipinu Bjarma BA var undan rifjum Magnúsar Þórs runninn, sem með þeim hætti stuðlaði að lögbrotum.

Ef það stendur í mönnum að ráðherra megi og geti tjáð sig jafnt og aðrir er illa komið virðingu þeirra fyrir tjáningarfrelsinu. Enda er það svo að þeir, sem stefna öðrum fyrir meiðyrði, ríða sjaldnast feitu hrossi frá þeim viðskiptum. Fréttablaðinu er heitt í hamsi yfir ýmsu. Seinast var það að fá ekki að birta myndir af því þegar Gunnar Örn Örlygsson var færður í fangelsi. Það eru auðvitað að minnsta kosti tvenns konar sjónarmið í því máli eins og öðrum. Almenningur hefði hugsanlega gott af því að sjá sitjandi alþingismann færðan í fangelsið, jafnvel þótt það væri til þess fallið annað hvort að draga úr virðingu fyrir Alþingi eða skapa einhvers konar samúð með hinum dæmda. Reyndar taldi Fangelsismálastofnun þarflaust að vera að sýna þingmanninn við þessar aðstæður. Sú niðurstaða er prýðileg, ekki á að gera minna úr alþingismönnum en efni standa til.

En það er víðar í pólitíkinni sem tekist er á menn og málefni. Lögin segja að menn skuli taka út þá refsingu sem þeir eru dæmdir í og gera þannig upp við samfélagið. Þar eiga allir að vera jafnir. Það gildir um önnur svið þjóðfélagsins.

Línuívilnun, og afstaða pólitíkusa í sveitarstjórnum til hennar, varð tilefni til langs og ítarlegs viðtals í BB við Jón Guðbjartsson útgerðarmann í Bolungarvík, sem er ósáttur við stjórmálamenn í bænum sínum fyrir að taka afstöðu með línuívilnun, en hann bendir réttilega á, að hún sé til þess eins fallin að svipta aðra, þar á meðal hann sjálfan, rétti er hann sannanlega á. Bæjarstjórnin í Bolungarvík er nú komin í allnokkur vandræði. Hún styður fast við bakið á þeim trillkörlum sem vilja línuívilnun. Á sama tíma kvartar þessi sama bæjarstjórn undan því að verða af skatttekjum vegna þess að útgerðarmenn smábáta hafi stofnað einkahlutfélög um reksturinn og bærinn verði þannig af útsvari þeirra. Það væri reyndar athugunarefni fyrir skattstjórann af hverju tekjur sjómanna minnka svo mikið við stofnun félags. En Jón boðar flutning úr bæjarfélaginu og telur þar með að bæjarstjórn hafi tekið aðra útgerðarmenn fram yfir sig. Virðist hann þar hafa nokkuð til síns máls. Bæjarstjórnin er hins vegar í vondum málum, að gera með þessum hætti upp á milli þegna sinna. Hér vaknar enn og aftur spurningin um það hvort ekki sé löngu tímabært að sameina og stækka sveitarfélögin á Vestfjörðum svo ekki skipti lengur máli hvar menn eiga lögheimili, hvar menn sofa.


bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli