Frétt

Leiðari 39. tbl. 2003 | 01.10.2003 | 11:48Við megum ekki við öðru

Þegar BB kemur úr prentsmiðjunni að þessu sinni er verið að messa yfir alþingismönnum og brýna fyrir þeim að gæta þess vel sem þeim er trúað fyrir þegar þeir taka sæti á eitthundrað og þrítugasta Alþingi Íslendinga; þar sem fjárlagafrumvarpið verður á byrjunarreit að venju og flokkar og þingmenn munu keppast við að skáka lagafrumvörpum og þingsályktunum upp á borðið til að missa ekki af lestinni með þau. Í utandagsskrárumræðum munu kosningaloforðin, sem sum hver fleyttu mönnum inn á þing, að mætra manna yfirsýn, verða rifjuð upp.

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina koma mjög samhenta til þings með stjórnarsáttmála, „sem við ætlum auðvitað að hrinda í framkvæmd“, eins og haft er eftir honum í Fréttablaðinu. Freistandi er að ætla að með þessum varfærnislegu orðum sé þingmanninum eitt öðru ofar í huga. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar, bíður spenntur þingsins, líkt og skólans forðum, enda þykist hann sjá fram á líflegan og spennandi vetur þar sem samfélagið og áform ríkisstjórnarflokkanna muni birtast honum í pólitískum spegli.

Eðlilega gerir glímuskjálfti vart við sig í herbúðum stjórnarandstæðinga. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, á von á átökum meðal annars á sviði heilbrigðismála. Og hann mun ekki taka því þegjandi ef ríkisstjórnin endurvekur frumvarp frá því í vor sem að sögn Ögmundar opnar á einkavæðingu drykkjarvatns á Íslandi. Úr herbúðum Frjálslynda flokksins má reikna með áframhaldandi baráttu fyrir breytingum á fiskveiðikerfinu, meðal annars fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu, en Frjálslyndum er keppikefli að öll verðmyndun í greininni verði á fiskmörkuðum. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir Samfylkinguna við upphaf þings leggja áherslu á bætt lífskjör almennings, samkeppni á markaði og neytendamál almennt. Væntanlega fylgja síðan mál af ýmsum toga í kjölfarið.

Fjölmargir nýir þingmenn taka nú sæti á Alþingi. Margt af þessu fólki sýnist dugmikið og áræðið. Fyrirheit margra þeirra vekja vonir um nýja sýn á samfélaginu. Fjölskyldan í fyrirrúmi er kjörorð þeirra þvert á flokka. Hvort vonirnar rætast mun tíminn einn leiða í ljós. Reynslan sýnir að strax og meðgöngutími þingmanna að ráðherradómi hefst hættir þeim til að falla fyrir flokkshollustunni, sem oftast virðist eina leiðin til að meðgöngunni ljúki með eðlilegum hætti. En hvað sem öllu þessu líður leiðir vonandi gott eitt af störfum þingsins, sem nú er að hefjast. Við megum hreint út sagt ekki við öðru.
s.h.


bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli