Frétt

bb.is | 01.10.2003 | 08:04Fræðslunefndarmaður auglýsir eftir íþróttahúsi á Suðureyri

Frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri á Suðureyri, sem situr í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar (D), auglýsti eftir byggingu íþróttahúss á Suðureyri á síðasta fundi fræðslunefndar. Má ráða af bókun Óðins, sem er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann er orðinn þreyttur á hægagangi varðandi hugsanlega byggingu íþróttahúss og segist hafa það á tilfinningunni að það mál komi engum við lengur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir hins vegar að unnið sé að framgangi málsins. Stefnt sé að alútboði vegna byggingar hússins og vonast sé til að málið komist á rekspöl í vetur.
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrravor var bygging íþróttahúss á Suðureyri mjög í umræðunni. Á framboðsfundi sem haldinn var á Suðureyri sáu frambjóðendur núverandi meirihlutaflokka ekkert því til fyrirstöðu að reist yrði íþróttahús strax sumarið 2002. Að kosningum loknum setti bæjarstjórn á fót starfshóp sem gera átti tillögur í málinu. Meðal þeirra sem þar áttu sæti var Óðinn Gestsson. Hópurinn skilaði af sér tillögum og í framhaldi af því mælti bæjarráð með því við bæjarstjórn að hafist yrði handa við alútboð á fjölnota íþróttahúsi á Suðureyri.

Eftir að hafa rakið upphaf málsins segir Óðinn svo í fyrirspurn sinni í fræðslunefnd:

„...leikur undirrituðum forvitni á að vita hvar þetta mál er statt í dag og hvenær megi vænta þess að grunnskólanemar á Suðureyri fái viðunandi húsnæði fyrir íþróttakennslu. Það er á ábyrgð fræðslunefndar að sjá til þess að bæjarstjórn fái vitneskju um ef ekki er til staðar fullnægjandi húsnæði til kennslu. Það er öllum löngu ljóst að svo hefur ekki verið um langa hríð á Suðureyri þó svo að menn hafi látið sig hafa það hingað til. Fræðslunefnd hefur áður bent á aðstöðuleysið á Suðureyri og hefur ekki treyst sér til þess að koma með aðrar lausnir í þessu máli svo sem akstur í önnur íþróttahús bæjarins. Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga lýstu þeir aðilar, sem nú fara með völd í Ísafjarðarbæ, því yfir að úr þessu aðstöðuleysi yrði bætt, undirbúningsvinna var framkvæmd, þar sem farið var yfir málin og könnuð stærðarþörf og þess háttar. Eftir að þetta lá fyrir er eins og málið hafi legið í láginni og hef ég það á tilfinningunni að engum komi það við lengur, en betra væri ef ég hefði rangt fyrir mér í þeim efnum.“

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í fyrrakvöld var fundargerð þessi rædd en ekkert svar bókað.

Sá grunur hlýtur að vakna, að þegar Óðinn Gestsson, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum til margra ára og fræðslunefndarmaður, leggur fram svofellda fyrirspurn, þá hljóti eitthvað að vera búið að ganga á áður. Aðspurður segist Óðinn hafa reynt að halda þessu máli vakandi með formlegum og óformlegum hætti frá síðustu kosningum. Þessa fyrirspurn hafi hann séð sig knúinn til að leggja fram eftir yfirlýsingu Svanlaugar Guðnadóttur, formanns fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarfulltrúa Framsóknarflokks á fræðslunefndarfundi þess efnis, að málið biði næstu fjárhagsáætlunargerðar. „Þessi dráttur er óásættanlegur að mínu áliti“, sagði Óðinn Gestsson.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir vera unnið að framgangi málsins. Fjárveiting hafi ekki verið í verkið en samþykkt hafi verið að stefna að alútboði vegna byggingarinnar og sú vinna sé í gangi og vonandi komist málið á ákvörðunarstig fyrir áramót.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli