Frétt

Kreml - Anna Sigrún Baldursdóttir | 29.09.2003 | 17:38Vandi heilbrigðiskerfisins - enn og aftur

Það er undarlegt að eins lifandi fyrirbæri og heilbrigðismál eru, þá er umræðan um þau alltaf á sama stað. Það er langt síðan að því var lýst yfir að meira yrði ekki sparað í kerfinu án þess að það kæmi niður á þjónustunni. Það er langt síðan fólk gat farið stilla klukkuna eftir reglulegum fréttum að hausti af hallarekstri Landspítala Háskólasjúkrahúss. Það er líka langt síðan öllum varð ljóst að í heilbrigðiskerfinu er þörf á uppskurði en ekki niðurskurði, eins og einhver orðaði það.
Eiginlega er óþarfi að skrifa grein sem þessa, nema þá helst til að eiga hana í sarpnum og birta með reglulegu millibili.

Það gengur nú auglýsing í fjölmiðlum þar sem bent er á að stundum þurfi bara einn hlut til að gera lífið auðveldara. Það er sennilega lykillinn að vanda heilbrigðiskerfisins. Það er vonlaust að horfa til vanda þess í eintölu, eins og hann yrði þá leystur með einu handtaki. Vandi heilbrigðiskerfisins er margþættur og því ætti að deila honum niður og glíma smærri einingar.

Stór hluti vandans snýr að öldrunarmálum og þar þarf að byrja umbæturnar. Að aldraðir dagi uppi á bráðadeildum eins og nú er óásættanlegt, allra hluta vegna. Þjónustan á slíkum deildum miðast ekki við þarfir heilbrigðs aldraðs fólks og því fær það ekki þá þjónustu sem það þarf á að halda meðan aðrir bráðveikir komast ekki að og fá heldur ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda.

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir þá sem vilja sjá þær. Grunnheilbrigðisþjónusta, s.s. öldrunarþjónusta og jafnvel heilsugæsla á heima hjá sveitarfélögum. Það er þjónusta sem við viljum að sé nálægt fólkinu og þess vegna eðlilegt að stjórnsýslan um þá þjónustu sé líka nærri fólkinu. Hjá sveitarfélögum eru minni einingar sem betur geta haldið utan um þá einstaklinga sem þess þurfa og geta séð til þess að fólk týnist ekki og gleymist inni á stofnun. Forsenda fyrir svona grundvallar kerfisbreytingu er annars vegar að sveitarfélögin fái aukna tekjustofna og að fjármagnið fylgi sjúklingum. Í Svíþjóð eru þessi mál á hendi sveitarfélaga en rekstur sjúkrahúsa á ábyrgð léna (héraða). Þetta hefur orðið til þess að sveitarfélögin sjá fljótt og vel um að þeirra skjólstæðingar sem þurfa aðstoð eftir að meðferð á sjúkrastofnun er lokið, enda verður sveitarfélagið annars að greiða fyrir vistunina.

Frjálslyndar raddir í röðum jafnaðarmanna benda á einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu sem leið til úrbóta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir slíkum hugmyndum en þrátt fyrir það er einkaframkvæmd sorglega lítil í dag, á fjórða valdatímabili flokksins í röð. Þjónustusamningar, einkarekstur og önnur nýbreytni í rekstri í heilbrigðiskerfinu er eins og staðan er orðin þjóðþrifamál. Það virðist vera að skapast frjór jarðvegur fyrir slíkar hugmyndir. Það er hugur í heilbrigðisstarfsfólki sem sér hvar skóinn kreppir og hefur komið auga á lausnir. Það er ekki þar með sagt að einkaframkvæmd leysi allan vanda, en það væri verulega jákvæð innspýting í lúið kerfi. Margir hafa komið auga á þetta og er skemmst að minnast velferðartillagna ASÍ þar sem bent er á þessa leið til aukinnar hagræðingar án útgjaldaaukningar. Verslunarráð Íslands hefur lagt fram 10 leiðir til að auka árangur fyrir Ísland (www.chamber.is) og er þar einnig drepið á möguleikum einkaframkvæmdar í velferðarþjónustu. Það virðist því sem þjóðin ætli smátt og smátt að taka málið í eigin hendur.

Það líður að þingsetningu. Sumir spá litlum átökum, enda kosningar nýafstaðnar og Davíð Oddson á útleið. Hins vegar mætir nú til þings stór hópur nýrra og talsvert ungra þingmanna. Nýju fólki fylgja ferskir vindar. Það veitir ekki af að ræsta vel í heilbrigðismálunum og því verður spennandi að sjá hvort ferskar hugmyndir og nýjar lausnir fái nú brautargengi.

Annars er ekki annað að gera en að birta þennan pistil aftur næsta haust þegar ljóst er hversu mikill hallarekstur LSH er þá og svo aftur árið þar á eftir ... og þar á eftir ...

Vefritið Kreml

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli