Frétt

bb.is | 29.09.2003 | 15:14Starfandi formaður HSV mjög ósáttur við tilhögun styrkveitinga

Sara Pálmadóttir, afrekskona í körfuknattleik með KFÍ og unglingalandsliðinu og frjálsum íþróttum með HSV.
Sara Pálmadóttir, afrekskona í körfuknattleik með KFÍ og unglingalandsliðinu og frjálsum íþróttum með HSV.
Eins og hér hefur komið fram ákvað stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir skömmu að veita Söru Pálmadóttur styrk að upphæð 50 þúsund krónur í kjölfar glæsilegs árangurs hennar í körfuknattleik með KFÍ og unglingalandsliðinu og í frjálsum íþróttum fyrir hönd Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Á þessu ári hefur sjóðurinn styrkt sex aðra íþróttamenn sem sumir keppa undir merkjum íþróttafélaga í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍ og starfandi formaður HSV, er mjög ósáttur við þetta. Einnig er hann ósáttur við að Sara Pálmadóttir skuli fá lægri styrk en sumir sem keppa fyrir félög utan svæðisins.
Í byrjun þessa árs ákvað stjórn sjóðsins að styrkja Ólaf Th. Árnason, Markús Þór Björnsson og Jakob Einar Jakobsson, skíðagöngumenn í Skíðafélagi Ísfirðinga. Hlutu þeir hver um sig styrk að upphæð 100.000 krónur. Um svipað leyti ákvað stjórnin að styrkja Heiðar Inga Marinósson, sundmann í Sundfélagi Hafnarfjarðar, og Hjördísi Ernu Ólafsdóttur, júdómann í Glímufélaginu Ármanni í Reykjavík. Hvort um sig hlaut styrk að upphæð 100.000 krónur. Í sumar ákvað stjórnin að styrkja Laufeyju Björk Sigmundsdóttur, blakkonu í Knattspyrnufélagi Akureyrar, um 50.000 krónur.

Þau Heiðar Ingi og Hjördís Erna eru frá Ísafirði og Laufey er frá Þingeyri. Að undanförnu hafa þau stundað íþróttir sínar annars staðar á landinu og hafa átt sæti í landsliðum í sínum íþróttagreinum.

Þær spurningar hafa vaknað hvort það sé hlutverk Ísafjarðarbæjar að styrkja íþróttafólk sem keppir ekki fyrir hönd íþróttafélaga í bæjarfélaginu. Einnig hafa spurningar vaknað um það hvernig fjárupphæðirnar sem íþróttamönnunum eru veittar eru ákveðnar.

Rúnar Guðmundsson, formaður stjórnar Afreks- og styrktarsjóðs Ísafjarðarbæjar, segir reglur þær sem stjórnin vinnur eftir mjög óljósar. Það sé vilji nefndarinnar að skýra þær reglur. Hann sé þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera á höndum HSV og bærinn geti eftir sem áður styrkt málið.

Guðjón Þorsteinsson er eins og áður segir mjög ósáttur við störf nefndarinnar. „Ég gerði alvarlegar athugasemdir við það á sínum tíma að veittir væru styrkir til íþróttamanna sem hafa kosið að keppa fyrir lið utan bæjarins. Við verðum að miða við það að styrkja það fólk sem hér æfir og keppir. Við eigum fullt í fangi með það. Það getur ekki verið markmiðið að fólk flytji héðan til þess að fá styrki. Ég fékk engin viðbrögð við athugasemdum mínum. Því miður.“

Guðjón kveðst einnig verulega ósáttur við afgreiðslu nefndarinnar á máli Söru Pálmadóttur. „Þessi glæsilegi íþróttamaður sem hér stundar nám og keppni situr ekki við sama borð og fólk sem kosið hefur að keppa undir merkjum annarra. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að hún hljóti ekki samsvarandi styrk og þau glæsilegu ungmenni sem stjórnin ákvað að styrkja en keppa fyrir annarra hönd. Ég beinlínis krefst þess. Þetta hljóta að vera mistök“, sagði Guðjón Þorsteinsson, starfandi formaður HSV.

hj@bb.is

bb.is 16.09.2003
Sara Pálmadóttir fær styrk úr afrekssjóði Ísafjarðarbæjar

bb.is 25.04.2003
Laufey Björk Sigmundsdóttir frá Þingeyri æfir með landsliðinu í blaki

bb.is 21.01.2003
Skíðagöngumenn fá styrki úr Afreks- og styrktarsjóði Ísafjarðarbæjar

bb.is 10.01.2003
200 þúsund króna styrkur vegna Ólympíukandídata

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli