Frétt

bb.is | 29.09.2003 | 14:11Anna og Sigþór knattspyrnufólk ársins hjá Boltafélagi Ísafjarðar

Anna Sigurðardóttir og Sigþór Snorrason, knattspyrnufólk ársins hjá BÍ.
Anna Sigurðardóttir og Sigþór Snorrason, knattspyrnufólk ársins hjá BÍ.
Anna Sigurðardóttir og Sigþór Snorrason voru útnefnd knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins hjá Boltafélagi Ísafjarðar á uppskeruhátíð félagsins um helgina. Þriðji flokkur karla var heiðraður sérstaklega fyrir afar góða frammistöðu á leiktíðinni. Hátíðina sóttu hátt í 600 manns og voru þar veittar margvíslegar viðurkenningar í öllum flokkum hjá félaginu. Fram kom í ávarpi Kristjáns Pálssonar, formanns BÍ, að meistaraflokkur karla hefði tekið þátt í Íslandsmótunum bæði innanhúss og utanhúss, svo og bikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands. Lið Boltafélags Ísafjarðar í meistaraflokki var hið langyngsta í 3. deild í sumar enda voru margir leikmenn úr 2. og 3. flokki í liðinu.
„Þegar ljóst var að mikið álag yrði á 2. flokks piltunum okkar, sem myndu einnig spila meistaraflokksleikina, var ákveðið að draga 2. flokk karla út úr Íslandsmótinu í sumar eftir að þeir höfðu spilað tvo útileiki. Í mörgum meistaraflokksleikjum hafa spilað einnig piltar úr 3. flokki“, sagði Kristján.

„Við byrjuðum aftur með meistaraflokk í fyrra og núna í ár náðum við í 24 stig á Íslandsmótinu og 3. sæti í okkar riðli. Á næsta ári gerum við ráð fyrir, ef allt gengur upp, að vera með í úrslitaleikjunum í 3. deild.

Við höfum verið með marga efnilega leikmenn í meistaraflokki og vandi hjá þjálfurum að tilnefna til viðurkenninga. BÍ hefur verið með langyngsta liðið í 3. deild á nýliðnu leiktímabili.“

Kristján Pálsson gerði 3. flokk pilta hjá BÍ að sérstöku umræðuefni en þjálfari þeirra var Halldór Eraclides.

„Þessi flokkur hefur náð frábærum árangri og ég fullyrði að aldrei hafi knattspyrnuflokkur í yngri flokkum BÍ náð svona langt meðal þeirra bestu á landinu. Þessir piltar hafa haldið vel hópinn frá unga aldri og það sýnir sig hjá þeim að með mikilli elju og samviskusemi er hægt að ná langt. Einnig hafa foreldrar þessara pilta verið mjög öflugir að styðja við bakið á þeim, sem sýnir að þegar allt þetta fer saman verður árangur góður.

Þessi árangur þeirra gerði það einnig að þrír piltar voru valdir í úrtökumót landsliðs U-17 en það voru Matthías Vilhjálmsson, Birkir Sverrisson og Benedikt Hauksson. Þeir Matthías og Birkir voru síðan valdir í 16 manna hóp landsliðs U-17 og hafa þessa dagana verið að spila með liðinu úti í Litháen.

Þriðji flokkur varð í 2. sæti á Íslandsmótinu innanhúss í sínum flokki. Strákarnir unnu sinn riðil á Íslandsmótinu í sumar og urðu síðan í 3.-4. sæti í 3. flokki. Einnig tóku þeir þátt í Landsmóti UMFÍ og urðu í 2. sæti. Stjórn BÍ hefur ákveðið að veita þessum piltum sérstakar viðurkenningar“, sagði Kristján Pálsson, formaður Boltafélags Ísafjarðar.

Fjöldi mynda frá hátíðinni verður settur inn í Svipmyndir á vefnum bb.is þegar líður á vikuna. Hér fyrir neðan er skrá yfir þá einstaklinga sem fengu viðurkenningar í einstökum flokkum á uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar.


Meistaraflokkur karla

Ástundun:
Ívar Pétursson

Framfarir:
Ásgeir Guðmundsson

Markakóngur:
Tómas M. Reynisson

Efnilegastir:
Benedikt Hauksson
Matthías Vilhjálmsson
Sigurgeir Gíslason


3. flokkur karla

Ástundun:
Eyþór Bjarnason

Framfarir:
Ívar Örn Arnarsson

Prúðmennska:
Samúel Sigurðsson


4. flokkur karla

Ástundun:
Högni Pétursson

Framfarir:
Magnús Einar Magnússon

Prúðmennska:
Arnar Ingi Einarsson


5. flokkur karla

Ástundun:
Óttar Helgi Grétarsson

Framfarir:
Leó Sigurðsson

Prúðmennska:
Gunnar Páll Einarsson


6. flokkur karla

Ástundun:
Emil Pálsson
Kormákur Viðarsson

Framfarir:
Sindri Skarphéðinsson
Tómas Helgi Svavarsson

Prúðmennska:
Gauti Geirsson
Þorgeir Jónsson


7. flokkur karla

Ástundun:
Þórir Karlsson

Framfarir:
Ásgeir Karlsson

Prúðmennska:
Halldór Hermannsson


8. flokkur karla

Ástundun:
Albert Jónsson

Framfarir:
Guðmundur Bjar

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli