Frétt

bb.is | 26.09.2003 | 11:02Íbúar við Fjarðarstræti á Ísafirði kæra villikattahald í Öldunni

Kattahúsið mikla og margfræga á Ísafirði: Vesturendi Öldunnar við Fjarðarstræti.
Kattahúsið mikla og margfræga á Ísafirði: Vesturendi Öldunnar við Fjarðarstræti.
Matthildur Helgadóttir, sem búsett er að Fjarðarstræti 38 á Ísafirði (Öldunni), hefur kært Höskuld Guðmundsson, sem býr í hinum enda hússins, til lögreglunnar vegna mikils kattagers sem hann heldur hlífiskildi yfir í kjallara hússins. Matthildur segir að minnsta kosti tvo aðra íbúa við Fjarðarstræti einnig hafa kært málið. Hún segir kæruna byggða á heilbrigðis- og dýraverndarsjónarmiðum og harmar að þurft hafi að setja málið í þennan farveg. „Mér finnst það umhugsunarefni, að þegar svona vandamál er á ferðinni þurfi að kæra manninn persónulega til að eitthvað verði að gert. Maður vill síst af öllu þurfa að kæra nágranna sinn til lögreglunnar. Þetta væri mun auðveldara ef eitthvert yfirvald gæti tekið á málinu en kæruleiðin er þrautalending“, segir Matthildur.
Hún segist ekki vita hvaða meðferð málið fái í kerfinu en sættir sig ekki við að málið taki langan tíma og vill að á því verði tekið. Eins og kunnugt er hefur mikill fjöldi villikatta haldið til í kjallara Öldunnar um árabil. Kettirnir hafa getað gengið þar inn og út um opna glugga.

Valur Richter meindýraeyðir á Ísafirði hefur setið um ketti við húsið en fær ekki aðgang að kjallaranum til að uppræta ketti þar. Vegna fjölda kvartana sendi heilbrigðiseftirlitið hann af stað í haust til að fækka villiköttum á Ísafirði. Síðan hafa verið lagðir ýmsir steinar í götu hans og meðal annars hafa gildrur horfið eða verið eyðilagðar. Höskuldur hefur kært Val vegna þess að skot úr riffli hans fór í gegnum kjallarahurð. Þá hefur hann einnig borið Val þeim sökum að hafa fargað tveimur heimilisköttum sínum sem hafi horfið sporlaust.

Valur segist hafa náð 25 köttum á lóðinni við Ölduna undanfarnar vikur. Hann hefur vísað á bug ásökunum um að hann hafi fargað heimilisköttum.

Matthildur segir villikettina í Fjarðarstræti fjarri því að vera litlar sætar heimiliskisur heldur séu þetta grindhoraðir og illa farnir kettir. Frá dýraverndarsjónarmiði sé ótækt að viðhalda núverandi ástandi. Hún hafi ekki yfir öðru að kvarta varðandi nágranna sinn en þessari „kattavitleysu“.

kristinn@bb.is

bb.is 19.09.2003
Ísafjörður: Meindýraeyðir kveðst ekki hafa fargað heimilisköttum

bb.is 16.09.2003
Kattastríðið á Ísafirði heldur áfram

bb.is 03.09.2003
Villikattagildrum stolið: Meindýraeyðir telur kattavini að verki

bb.is 20.08.2003
Villikettir fóðraðir á stöku stað á Ísafirði

bb.is 14.08.2003
Villiköttum á Ísafirði fækkað á næstu dögum

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli