Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 26.09.2003 | 10:38Málsvarar Saddams ná undirtökum í CIA

„Það getur oft tekið langan tíma að finna hluti“, sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, þegar hann var spurður út í leitina að gereyðingarvopnum Íraka í Kastljóssþætti í sumar, rétt eins og hann hefði týnt uppáhaldsvettlingunum sínum í berjamó í fyrra. Spyrlar létu gott heita. Fyrir sex mánuðum hóf 1400 manna lið undir forystu bandarísku leyniþjónustunnar CIA allsherjarleit að gereyðingarvopnum í Írak. Afraksturinn er afskaplega einfaldur eins og fram kemur í skýrslu sem leitarflokkurinn hefur nú skilað til stjórnvalda í London og Washington. Niðurstaðan er sú að engin slík vopn séu til staðar í Írak og ekki hafi fundist neinar rannsóknarstofur þar sem þau gætu hafa verið smíðuð.
Fram kemur í skýrslunni að fullyrðingar um að Íraksstjórn hefði undir höndum „hundruð tonna af efna- og sýklavopnum“ eins og haldið var fram fyrir aðeins einu ári síðan, hafi verið hreinar falsanir. Allir varnaglar hafi kerfisbundið verið strokaðir út úr frumgögnum njósnastofnana og orðalagi hagrætt á ýmsan hátt. Þessar lygar voru pantaðar af ríkisstjórnum George Bush og Tony Blair til að fegra stríð sem var löngu búið að skipuleggja. Stjórnmálamenn beggja vegna Atlantshafsins beittu sömu lygum án afláts í áróðri sínum fyrir árásarstríði gegn Írak.

Og sumir gengu miklu lengra í stríðsæsingunum. Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, var ekki í neinum vafa um það á sínum tíma hvað þeim gengi til sem andæfðu innrásinni í Írak. Björn sagði þá af smekkvísi sinni að Saddam Hussein ætti sér málsvara á Íslandi líka. Væntanlega er Björn enn við það heygarðshornið enda hælir hann sér af því að efast eiginlega aldrei um sínar skoðanir. Það hlýtur að vera hræðileg tilhugsun fyrir mann sem hefur byggt heimsmynd sína svo lengi á óskeikulleika Bandaríkjahers og stjórnmálaarms hans, NATO, að njósnadeildin sé nú orðin yfirfull af málsvörum Saddams Hussein.

Úti í Washington líta ráðamenn málið öðrum augum. Þessi nýja skýrsla frá yfirmönnum leitarflokksins í Írak þykir svo vandræðaleg að tvísýnt er hvort henni verði dreift til þingmanna eins og til stóð. Yfirstríðsherrarnir Blair og Bush munu eflaust áfram hanga á því að Íraksstjórn hafi hugsanlega getað og örugglega viljað smíða gereyðingarvopn. Væntanlega mun aðdáendaklúbbur þeirra á Íslandi taka það sama til bragðs innan tíðar.

Hafi einhvern tíma verið ástæða til að Alþingi setti á fót rannsóknarnefnd þá er það nú. Kjósendur eiga rétt á því að vita hvaða sjónarmið réðu för þegar ríkisstjórnin ákvað að draga Ísland inn í þetta viðbjóðslega stríð með pólitískum og siðferðilegum stuðningsyfirlýsingum. Þegar að minnsta kosti 8-10 þúsund óbreyttir borgarar liggja í valnum í Írak eiga landsmenn ekki að láta segja sér að það geti bara tekið langan tíma að finna hluti.

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli