Frétt

bb.is | 24.09.2003 | 12:22Jón Guðbjartsson byrjaður að undirbúa brottflutning frá Bolungarvík

Jón Guðbjartsson við bát sinn, Gunnbjörn ÍS 302.
Jón Guðbjartsson við bát sinn, Gunnbjörn ÍS 302.
Jón Guðbjartsson, bifvélavirki og útgerðarmaður í Bolungarvík, segist vera farinn að undirbúa brottflutning úr bænum. Í vikublaðinu Bæjarins besta sem kemur út í dag auglýsir hann til sölu húseign sína í Bolungarvík, svo og bílaverkstæði sitt í fullum rekstri. Eins og fram kom hér á bb.is ritaði Jón bæjarstjórninni í Bolungarvík bréf fyrir nokkrum vikum þar sem hann lýsti þeim ásetningi sínum að flytja með allt sitt hafurtask léti bæjarstjórnin ekki af „gagnrýnislausum stuðningi“ við málflutning smábátaútgerða. „Ég tók síðan ákvörðun um að flytjast burt eftir að bæjarstjórn hafði haldið hinn óbókaða neyðarfund sem boðað var til af „stjórnanda bæjarins“. Ég er með mun meira af eignum og skuldbindingum á bakinu en svo að ég geti hlaupið héðan í burtu einn, tveir og þrír. En vinnan er hafin við að koma sér héðan í burtu.“
Með „neyðarfundi“ vísar Jón til aðdraganda tilkynningar sem bæjarstjórn Bolungarvíkur sendi frá sér fyrir nokkru. Tilkynningin er þess efnis að engin breyting hafi orðið á afstöðu bæjarstjórnarinnar til línuívilnunar. Þar vísar bæjarstjórnin til stuðningsyfirlýsingar sinnar við línuívilnun frá 20. mars.

Jón hefur nú fengið svar við bréfi sínu til bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórinn hafði rænu á að senda mér bréf, sem er einn mesti brandari sem ég hef séð frá opinberum starfsmanni. Þetta kemur mjög á óvart. Meira en mánuði eftir að ég skrifaði þeim og þeir eru búnir að gefa út ályktanir og hvatningar, þá á að fara að tala við mig“, segir Jón.

Eins og hér kom fram bauð sveitarstjórn Súðavíkurhrepps Jóni „pólítískt hæli“ ef hann flytti frá Bolungarvík með allt sitt hafurtask. Jón segist hafa litið svo á að tilboð Súðavíkurhrepps væri aðallega sett fram til gamans en það væri þó ekki verri kostur en hver annar. „Ég bý í sumarbústað í Álftafirði flestar helgar yfir sumarið og kann vel við fólkið þar og sérstaklega fjörðinn. Ég er ansi mikill Vestfirðingur og á bágt með að sjá mig á Laugaveginum. Annars veit ég ekkert hvar ég enda. Ég er að horfa í kringum mig en það verður ekkert gert í hasti. Ég hef það miklar skuldbindingar gagnvart viðskiptamönnum, starfsfólki og fleirum.“

Ítarlegt viðtal við Jón Guðbjartsson birtist í vikublaðinu Bæjarsins besta sem kemur út í dag. Þar segir hann frá uppvaxtarárum sínum við Dokkuna á Ísafirði, stórkostlegum uppgangi í Bolungarvík undir forystu fyrirtækja Einars Guðfinnssonar og starfi sínu í þágu slysavarnarmála sem hafi verið honum mjög hugleikin. Rætt er um ganginn í útgerðinni, bréfið til bæjarstjórnarinnar og viðhorf til fiskveiðistjórnunarmála.

Óhætt er að segja að Jón setji skoðanir sínar umbúðalaust fram. Þegar viðtalið var tekið hafði hann ekki tekið ákvörðun sína um að flytjast í burtu frá Bolungarvík. Í viðtalinu lýsir Jón framtíðarsýn sinni fyrir íslenskan sjávarútveg. Þá var ekki farið að ræða um breytingar á högum Eimskipafélagsins og dótturfélaga þess enda yfirtaka Landsbankans og eignarhaldsfélagsins Samsonar ekki orðin að veruleika.

„Mér finnst ekkert ótrúlegt að þær breytingar sem hafa gengið yfir á síðustu árum gangi að einhverju leyti til baka. Mennirnir með peningana vilja gera sem mest úr hverju kílói. Það kæmi mér ekki á óvart að menn sæju meira verðmæti í Samherja, Síldarvinnslunni eða Brimi með því að færa sig aftur niður í minni einingar. Að mínum dómi eru mörg þessara fyrirtækja í sjávarútvegi orðin of stór. Ég kann svo sem ekki að reikna það út en ýmislegt bendir til þess að það sé ekki eins mikill arður af þessum fyrirtækjum og þyrfti að vera“, sagði Jón Guðbjartsson.

kristinn@bb.is

bb.is 11.09.2003
Bæjarstjórn Bolungarvíkur segir afstöðu til línuívilnunar óbreytta

bb.is 29.08.2003
Súðvíkingar bjóða Jóni Guðbjartssyni pólitískt hæli

bb.is 29.08.2003
„Bærinn hefur dregið taum smábátamanna og ég er búinn að fá nóg“

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli