Frétt

bb.is | 24.09.2003 | 10:07Draga afslættir Súðvíkinga af hafnargjöldum dilk á eftir sér?

Flutningaskip við bryggju á Ísafirði.
Flutningaskip við bryggju á Ísafirði.
Hafnarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ákveðið að veita 20% afslátt af hafnargjöldum til fastra viðskiptavina sinna, eins og hér hefur komið fram. Þær spurningar hafa vaknað hvort Súðvíkingar hafi lagaheimild til þess arna. Forsaga málsins er sú, að 1. júlí tóku gildi ný hafnalög þar sem rekstrarumhverfi hafna breyttist mjög. Fyrirkomulagi ríkisstyrkja til framkvæmda var breytt og aðlögun hafin að samkeppni milli hafna. Áður gaf samgönguráðuneytið út sameiginlega gjaldskrá fyrir allar hafnir. Allar hafnir nutu síðan sambærilegra ríkisstyrkja utan Reykjavíkurhafnar.
Við lagabreytinguna í sumar breyttist styrkjakerfi ríkisins mikið. Í stærri höfnum styrkir ríkið aðeins svokölluð ytri mannvirki. Er þar átt við t.d. varnargarða en ekki framkvæmdir við hafnarkanta. Í minni höfnum er þessu öðruvísi háttað. Litlar hafnir eru svo skilgreindar í hafnalögum:

„Framkvæmdir á vegum lítils hafnarsjóðs innan skilgreinds byggðasvæðis samkvæmt ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA með tekjur undir 20 millj. kr. og þar sem verðmæti meðalafla síðustu þriggja ára er undir 600 millj. kr. Ríkissjóði er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunarmörkum við sérstakar aðstæður, m.a. þegar aflaverðmæti viðkomandi hafnar gefur sannanlega ekki rétta mynd af eðlilegum tekjum hennar miðað við aðrar hafnir. Ríkisstyrktar framkvæmdir skulu takmarkast við merkingu innsiglingar, dýpi, varnarmannvirki og viðlegu. Greiðsluþátttaka ríkisins samkvæmt þessum lið skal vera allt að 90% og er ákvörðuð hverju sinni í samgönguáætlun sem samþykkt er af Alþingi.“

Undir þetta ákvæði fellur Súðavíkurhöfn. Hún getur því notið 90% framkvæmdastyrks frá ríkissjóði. En þar með er sagan ekki öll. Í hafnalögunum er settur eftirfarandi varnagli fyrir hugsanlegum styrkjum til litlu hafnanna:

„Við mat á greiðsluþátttöku ríkissjóðs í einstökum verkefnum skal ávallt tekið tillit til fjárhagslegrar getu hafnarsjóðs til að standa undir nauðsynlegum hafnarframkvæmdum, þó með þeim takmörkunum um hámark sem kveðið er á um í 24. gr. Staðfesting Siglingastofnunar skal liggja fyrir um að höfn hafi nýtt alla kosti sína til tekjuöflunar áður en umsókn um ríkisstyrk er tekin fyrir svo að framlagið raski ekki samkeppni við aðrar hafnir. Staðfesting þessi skal m.a. byggjast á samanburði við gjaldtöku annarra sambærilegra hafna.“

Á túlkun þessarar greinar mun reyna í samkeppni Ísafjarðarhafnar og Súðavíkurhafnar.

Á meðan hafnir eru að aðlagast komandi samkeppni gaf samgönguráðuneytið út viðmiðunargjaldskrá þar sem höfnum var gefið sjálfdæmi að vera 20% undir viðmiðun eða yfir viðmiðun, allt eftir því hvernig rekstur hverrar hafnar er. Rekstur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar er það þungur að ekki var talið verjandi annað en að fullnýta gjaldstofna og vera 20% yfir viðmiðunargjaldskrá. Súðvíkingar telja sig hins vegar komast af með minni gjaldtöku og ákváðu að vera 10% undir viðmiðunargjaldskrá. Báðir hafnarsjóðirnir gefa auk þess föstum viðskiptavinum aukaafslátt. Ekki fengust þó uppgefnir þeir afslættir sem Ísafjarðarhöfn veitir. Það gerir málið ennþá erfiðara að stærsti viðskipavinur beggja hafnanna er sá sami og því er auðvelt fyrir stærsta viðskiptavininn að bera saman afslætti.

Hafnaryfirvöld á Ísafirði telja að með lágri gjaldskrá sinni séu Súðvíkingar að fyrirgera rétti sínum til ríkisstyrkja þar sem þeir fullnýti ekki tekjustofna. Ríkisstyrkur til slíkra hafna raski mjög samkeppnisstöðu.

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, telur Súðvíkinga vera í fullum rétti með sína gjaldskrá. Ekki sé sanngjarnt að bera saman litla höfn með takmarkaða þjónustu, eins og Súðavíkurhöfn, og Ísafjarðarhöfn þar sem öll þjónusta sé til staðar og því eðlilegt að gjaldskrá sé hærri. Hann segir sveitarfélagið hafa leitað álits lögfræðinga þar að lútandi.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir það klárt í sínum huga að ríkisstyrkir geti því aðeins nýst höfnum að þær fullnýti sína möguleika til tekjuöflunar. Þannig hafi lögin verið túlkuð á kynningarfundum sem haldnir hafi verið um hin nýju hafnalög.

Á síðasta fundi hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar var hafnarstjóra falið að ræða við samgönguráðuneytið vegna málsins.

Það verður Siglingastofnun Íslands sem að endingu þarf að túlka lögin að þessu leyti og ákveða hvenær menn teljast hafa fullnýtt tekjustofna.

hj@bb.is

bb.is 20.08.2003
Fastir viðskiptavinir Súðavíkurhafnar fá allt að 20% afslátt

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli