Frétt

Stakkur 38. tbl. 2003 | 24.09.2003 | 09:19Forsetakosningar Fréttablaðsins

Miklar sviptingar eru í íslensku samfélagi um þessar mundir. Nægir að minna á breytt eignarhald á Eimskipafélagi Íslands, Straumi og Sjóvá-Almennum. Bankarnir láta æ meir til sín taka í viðskiptalífinu, mörgum til ama, jafnvel svo að ýmsum stendur stuggur af. En þau eru fleiri sviðin í samfélaginu sem tekið hafa miklum breytingum á undanförnum árum. Dagblöð hafa horfið. Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn hafa orðið breytingum að bráð, sem og reyndar Dagur og síðar Dagur-Tíminn sömuleiðis.

Fjölmiðlun hefur gerbreyst þegar litið er til hins prentaða orðs. Hin pólitísku málgögn stjórnmálaflokkanna hafa orðið undir í dagblaðaútgáfunni. Arftaki frumherjans, Vísis, og keppinautar hans Dagblaðsins, DV, á nú í erfiðleikum, endurfjármögnun er í gangi til að tryggja áframhaldandi útgáfu hans. Landslag dagblaðanna er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var á áttunda áratugnum þegar út komu hvorki fleiri né færri en 6 dagblöð, ekkert þó alla daga vikunnar. Þar hefur orðið framför til batnaðar.

Því er ekki að neita að útkoma Fréttablaðsins, sem dreift er ókeypis á höfuðborgarsvæðinu, er sennilega afdrifamesta breyting nýliðinna ára. Auk þess kemur Morgunblaðið nú út 7 daga vikunnar og telst því í raun fyrst orðið dagblað árið 2003. Erfitt er að keppa við dagblað sem ekki er selt. Það er auðveldara að fá eitthvað ókeypis en að greiða fyrir. Nú sjá þrjú dagblöð dagsins ljós, eitt aðeins 6 daga vikunnar.

Margir velta því fyrir sér hversu gott það sé að hafa eingöngu þrjú dagblöð og hvort ekki hafi mikil áhrif, að einu sé dreift án kostnaðar fyrir viðtakendur í nágrenni Reykjavíkur og í höfuðborginni sjálfri. Því meiri ábyrgð ætti að vera lögð á „ókeypis“ blaðið. Fréttablaðið hefur gert sumt gott og ef til vill nálgast lesendur á nútímalegan hátt, sem sé að prenta mikið léttmeti, stuttar fréttir og höfðað til löngunar fólks til að láta skemmta sér. Ekki er meiningin að draga fréttamennsku blaðsins í efa, en sumt í framsetningu þess á efninu sem það inniheldur á ekkert skylt við fréttir og hefur reyndar takmarkað skemmtanagildi, að mati margra.

Á sunnudaginn var fjöllun um forsetakosningar árið 2004, bæði ótímabær og mjög undarleg. Leitað var til nokkurra álitsgjafa um það hvern þeir vildu sjá sem forseta lýðveldisins, færi svo að Ólafur Ragnar Grímsson myndi ekki bjóða sig fram. Aðferðin er ófagleg, óvönduð og engan veginn sæmandi að fá nokkra handvalda einstaklinga, sem virtust einnig einhliða valdir frá pólitísku sjónarhorni séð, til að tjá sig. Að auki liggur afstaða sitjandi forseta ekki fyrir og því á þetta uppátæki ekkert skylt við fréttir, sem eru aðall blaðsins, ef marka má heiti þess. Fréttagildið er því minna en ekkert, einungis eru viðraðar einkaskoðanir örfárra manna, sem ekki verður séð að séu nægilega margir til þess að mark sé takandi á niðurstöðunni. Að auki blasir við, að samkvæmt þeim reglum sem gilda um skoðanakannanir er ekki um þverskurð þýðis Íslendinga að ræða.

Eftir stendur, að Fréttablaðið sýnist hverfa í fótspor dánu flokksblaðanna og sé hreinlega að hafa áhrif með ósmekklegum hætti á lesendur sína og gefa í skyn að þessi aðferð sé „gild“. Þjóðinni og sitjandi forseta er óvirðing sýnd með þessari undarlegu „fréttaþjónustu“.


bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli