Frétt

| 03.03.2001 | 10:54Vestfirskar þjóðsögur GHj.

Gísli Hjartarson.
Gísli Hjartarson.
Erindi það sem hér fer á eftir flutti Gísli Hjartarson, ritstjóri á Ísafirði, á karlrembu- og kúttmagakvöldi Lionsmanna á Hótel Ísafirði um síðustu helgi. Gísli er ekki síst kunnur fyrir Nýjar vestfirskar þjóðsögur, sem út hafa komið hjá Vestfirska forlaginu hans Hallgríms Sveinssonar á Hrafnseyri fyrir þrenn síðustu jól. Ekki sér fyrir endann á þessari útgáfustarfsemi Gísla og Hallgríms enda sjá Vestfirðingar sjálfir um stöðuga framleiðslu efniviðarins, ýmist vitandi eða óafvitandi, viljandi eða óviljandi. Eins og fram kemur í inngangi Gísla hér á eftir, þá setti hann það skilyrði að groddalegustu sögurnar fengju ekki vængi og bærust ekki út. Þær eru því felldar hér niður og [ – – – ] sett í staðinn. Aftur á móti hefur Bæjarins besta heimildir fyrir því, að þrátt fyrir þetta hafi Gísli sjálfur sent eina af þessum sögum til birtingar í kunnu og víðlesnu bandarísku tímariti sem nefnist Hustler. Þar fékkst hún hins vegar ekki birt þar eð ritstjórninni þótti hún of dónaleg.
Þegar hann Ernir Ingason, skólabróðir minn, leikfélagi og Neðribæjarpúki, bað mig að koma hér og segja ykkur nokkrar glænýjar vestfirskar þjóðsögur, sem ekki hefðu áður birst á prenti, tók ég vel í það, því ég hef gaman að láta hlusta á mig og finnst nokkur auglýsing í því. Þegar ég svo hlustaði á Svæðisútvarp og las BB sl. miðvikudag rak mig í rogastans. Í útvarpi var sagt að Gísli Hjartar myndi segja þjóðsögurnar, sem Vestfirska forlagið neitaði að gefa út, og í BB var auglýsing, þar sem kom fram að Gísli myndi segja óprenthæfar vestfirskar þjóðsögur. Þjóðsögurnar mínar eru nefnilega þannig, að nöfn sögupersónanna koma ávallt fram í þeim, hvort sem þær eru lifandi eða látnar. Engin saga mín upphefst á þessa leið: „Bóndi nokkur í Djúpi“ eða „Maður nokkur á Ísafirði“, heldur byrja þær t.d. þannig: „Kristján Pétursson, bóndi í Svansvík“ o.s.frv. eða „Ernir Ingason, bankamaður á Ísafirði“ o.s.frv.

En ég læt Erni Ingason ráða og slæ til með því skilyrði, að groddalegustu sögurnar fái ekki vængi og berist til eyrna viðkomandi manna og kvenna, enda er hann ábyrgðarmaður þessa erindis, ef einhverjar sögur mínar hér í kvöld eru hvorki prenthæfar eða púlthæfar. Ég minnist nú ekki á viðurnefnin sem hér koma fram. En hvað lætur maður ekki hafa sig út í?

Svo enda allar sögurnar mínar á hnykk. Það er vestfirskt sérkenni á bröndurum og vilja Vestfirðingar helst hafa brandarana sem groddalegasta. Þá líkar þeim best, a.m.k. flestum. Ég var á fylliríi með vini mínum Sverri Hermannssyni inni á Grund í Skutulsfirði síðasta sumar og þá bar þar að Barða Friðriksson, vin Sverris og tengdason séra Þorsteins í Vatnsfirði. Barði, sem er afar feitur maður, var að koma til dvalar hjá Sverri í sumarbústaðnum. Hann er líka liðtækur við brennivínsdrykkju þótt aldraður sé. Þegar Sverrir kynnti mig fyrir Barða sagði hann og talaði hátt eins og Dóri bróðir hans:

„Þetta er hann Gísli, sonur hans Hjartar stapa. Hann semur bækur með vestfirskum bröndurum. Vestfirskar sögur enda allar á hnykk, Barði minn. Veistu hvað er hnykkur Barði? Nei, það er ekki von þú vitir það auminginn. Ég skal nefna þér dæmi.“

Svo kom dæmið hjá Sverri. Hann sagði: „Banhungraður Bolvíkingur komst í kríuvarp og át sextíu kríuegg. Nú er hnykkurinn ekki kominn Barði minn. Hér kemur hnykkurinn: Þar af fyrstu þrjátíu eggin með skurninu!“

Þá vissi Barði hvernig vestfirskur hnykkur er í skemmtisögum.

Síðan var étið kjöt og kjötsúpa og valdi Sverrir alla feitustu bitana handa Barða sem át ógurlega. Veittu menn því athygli að Barði skar alla fitu af kjötinu og lagði til hliðar á disk. Héldu menn þetta gert af heilsufarsástæðum og þótti nokkuð merkilegt. En þegar máltíð var lokið kom Gréta, eiginkona Sverris, með nokkrar brauðsneiðar handa Barða. Hann smurði þær með þykku lagi af sméri, lagði fituna af kjötinu þar ofaná og borðaði þetta sem eftirmat. Þá var mönnum nóg boðið. En nóg um það. Þetta var útúrdúr.

Þegar þriðja heftið af þjóðsögum mínum kom út fyrir síðustu jól var saga af Ruth í Gamla bakaríinu í bókinni. Mynd af henni prýddi bókarkápuna, ásamt fleiri mannamyndum. Ruth hafði samband við mig og var ánægð með söguna. En hún kvaðst vera ákaflega óánægð með myndina á kápunni. Hún sagði:

„Af hverju gerirðu mér þetta, Gísli minn? Myndin af mér er svo ljót. Ég er þarna eins og ég sé áttræð kerling!“

Ruth verður áttræð á þessu ári.

Ég ætla nú að segja ykkur sögu sem tengist kúttmagakvöldi Lionsmanna á Ísafirði fyrir fjórum eða fimm árum.

Ástþór Ágústsson frá Múla í Ísafirði í Djúpi, Addó í Múla, var að aka strætó fyrir Geira keilu í afar mikilli hálku. Hann missti stjórn á bifreiðinni niðri í Sundstræti og ók á húsið hans Maggúdd. Húsið fór í rúst og var rifið skömmu síðar, svo sem kunnugt er. Maggúdd hafði setið í sófa í stofunni, upp við vegginn sem strætó lenti á, og hentist þvert yfir stofuna og tapaði náttúrlega alveg glórunni. Þurfti læk

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli