Frétt

Deiglan - Örn Arnarson | 22.09.2003 | 13:03Bandaríska heimsveldið

Bandaríska heimsveldið á ekki langa sögu að baki. Það fæðist ekki fyrr en við upphaf kalda stríðsins en meðgangan hafði staðið linnulaust frá fimmta áratug nítjándu aldar. Þá lögðu Bandaríkin undir sig þau landsvæði er nú kallast Texas, Nýja-Mexíkó og Kalifornía. Á nítjándu öldinni og í byrjun þeirrar tuttugustu höguðu Bandaríkin utanríkisstefnu sinni í samræmi við Monroe-kenninguna – þeir einbeittu sér að því að tryggja völd sín í nýja heiminum. Þar með er ekki öll sagan sögð því að um aldamótin fóru æ fleiri áhrifamiklir bandarískir hugsuðir að velta fyrir sér þeim möguleika að Bandaríkin myndu einn góðan veðurdag taka við forystuhlutverki breska heimsveldisins í alþjóðamálum.
Menn eins og Henry Cabot Lodge, Alfred T. Mayhan og bræðurnir Henry og Brooks Adams sáu að í draumi breska heimsveldisins var fall þess falið. Gríðarleg hagþróun í fjölmennum ríkjum eins og Bandaríkjunum og Þýskalandi og aukin samkeppni um ávexti nýlendustefnunar gerði það að verkum að staða Bretlands var smám saman að veikjast. Hugmyndafræðileg vensl á milli pólitískra elítna í Bandaríkjunum og Bretlandi gerði það að verkum að ofangreindir menn, og fleiri til, töldu það heppilegast að Bandaríkin myndu erfa breska heimsveldið þegar þar að kæmi. Pax Brittanicum yrði á endanum að Pax Americanum.

Hinsvegar var það aldrei ætlunin að Bandaríkin yrðu heimsveldi í stíl þeirra evrópsku. Það átti að vera heimsveldi sem tryggði þjóðum heims vernd frá kúgunaröflum – það átti að vera einhverskonar verndunarafl frelsis og boðberi frjálsra viðskipta og markaðsskipulags; heimsveldi hinna göfugu markmiða.

Hlutirnir fara oft öðruvísi en ætlað var og þegar að því kom að Bandaríkin tóku við forystuhlutverki Breta var það fyrst og fremst til þess að mynda brjóstvörn gegn Sovétríkjunum og að tryggja friðinn í Vestur-Evrópu. Ytri aðstæður gerðu það að verkum að Bandaríkin gátu ekki tekið að sér það hlutverk að vera heimsveldi með önnur markmið en þau að halda Sovétríkjunum og áhrifum þeirra í skefjum og kyrrstöðu í Evrópu.

Ekki er hægt að segja annað en að Bandaríkin hafi borið þann stakk sem kalda stríðið sneið þeim ákaflega vel. Stjórnvöld í Washington stóðu ávallt í hárinu á Kremlarbændum og gáfu skýr skilaboð um að hverskonar útþensla á völdum Sovíetríkjanna myndi vera mætt af hörku. Á sama tíma lögðu Bandaríkin áherslu á marghliða samstarf ríkja á sviði öryggis-, viðskipta- og stjórnmála. Með því jókst samstaða þeirra sem bjuggu í hinum svokallað frjálsa heimi um þau gildi sem Bandaríkin hafa löngum sett í öndvegi.

Stjórnmálaskörungar í Washington gerðu sér nefnilega grein fyrir að kalda stríðið myndi ekki eingöngu vinnast vegna hvers mörg kjarnavopn voru í vopnabúri þeirra. Þeir sáu að hið mjúka vald (e. soft power), það er að segja það vald sem felst í kraftmiklu efnahagslífi og eftirsóknarverðri menningu, skipti einnig sköpum. Rétt strategía skiptir sköpum ef heimsveldi eiga að halda stöðu sinni og Bandaríkin höfðu hana á tímum kalda stíðsins.

Þar sem hernaðarmáttur Bandaríkjanna var jafnan jafnmikill eða meiri en hernaðarmáttur Sovétríkjanna var stríð útilokað og þar af leiðandi fór samkeppnin á milli stórveldanna fram á öðrum sviðum – og á þeim sviðum var ljóst að yfirburðir markaðshagkerfis og lýðræðis voru algjörir. Sovétríkin reyndust máttlaus á þessum sviðum.

Lok kalda stríðsins sköpuðu ákveðna tilvistarkreppu fyrir Bandaríkin. Kalda stíðið hafði gefið stjórnvöldum í Washington tilgang sem nú var horfinn. Til þess að finna nýjan tilgang sóttu ráðamenn í hugmyndir þeirra manna sem nefndir voru hér fyrir ofan. Í hinni nýju heimsmynd sem myndaðist við fall Sovétríkjanna myndu Bandaríkin verða einhverskonar verndari frelsis, lýðræðis og markaðsskipulags í heiminum. Fyrirmynd í verki fyrir önnur ríki. Bandaríkin myndu ekki vera heimsveldi í sjálfu sér heldur einhverskonar afl sem myndi láta gott af sér leiða með einum eða örðum hætti.

Segja má að þessi stefna hafi verið orðið gjaldþrota snemma á tíunda áratugnum. Reynsla Bandaríkjamanna af afskiptum í Afríkuríkjum gerði það að verkum að horfið var frá þessari stefnu. Allar götur síðan hafa Bandaríkin verið nokkuð reikandi með heildarstefnu í utanríkismálum, það er að segja þar til að George Bush kynnti nýja stefnu í hernaðarmálum. Samkvæmt þeirri stefnu áskilja Bandaríkin sér rétt til þess að ráðast á ríki í forvarnarskyni. Í þessari stefnu felast býsna kröftug skilaboð og hefur hún nú þegar haft mikil áhrif á alþjóðakerfið. Íraksstríðið var háð í nafni þessarar stefnu og mun hún skipta máli þegar kemur að Bandaríkjunum að fást við ríki eins og Norður-Kóreu og Íran.

Erfitt er að sjá að þessi stefna muni reynast bandaríska heimsveldinu vel og ólíklegt er

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli