Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 22.09.2003 | 12:35Línuívilnun – hver er staðan?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Stjórnarflokkarnir báðir settu inn í stefnuyfirlýsingar sínar ákvæði um svokallaða línuívilnun. Þetta var hluti af kosningafyrirheitum beggja flokkanna og áréttað af okkur frambjóðendum. Þess vegna er nú unnið að því að koma þessum málum í framkvæmd. Þau orð standa, eins og annað það sem við stefnum að með ríkisstjórnarsamstarfinu. Algjörlega er ástæðulaust að gera öðru skóna.
Það er líka gott að menn hafi í huga að einskis er að vænta frá stjórnarandstæðingum í þessum efnum. Flestir (líklega helst að undanteknum VG-mönnum) hafa þeir talað gegn þessari hugmynd með einum eða öðrum hætti. Það mátti lesa út úr orðum þeirra á fundinum á Ísafirði sunnudaginn 15. september. Enn skýrar kom þetta sjónarmið þeirra þó fram á fundum sem sjávarútvegsnefnd Alþingis sat á dögunum með hagsmunaaðilum í Suðurkjördæmi – Suðurnesjum, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Þess ber að geta að andstaðan við línuívilnun er mikil á því svæði.

Á forræði ríkisstjórnarflokkanna

Málið er vitaskuld á forræði ríkisstjórnarflokkanna. Þar verður það klárað. Til þess þurfum við að komast að pólitísku samkomulagi og verður það meðal annars verkefni komandi mánaða að ná slíku samkomulagi. Oft hefur maður staðið frammi fyrir lakari stöðu við undirbúning framfaramála en núna. Nú erum við þó með í farteski okkar samþykktir beggja stjórnarflokkanna. Sá ágreiningur sem nú er verið að reyna að ýfa upp var í Sjálfstæðisflokknum útkljáður á Landsfundi flokksins.

Hvert er verkefnið?

En hvert er þá verkefnið? Um hvað þurfum við að ná samkomulagi? – Nefna má eftirfarandi:

Niðurstaða þarf að fást um hvenær hrinda eigi línuívilnun í framkvæmd. Fundarsamþykktin frá Ísafirði kveður á um 1. nóvember. Fyrir liggur vilji sjávarútvegsráðherra um að slíkt gerist hins vegar ekki fyrr en um næstu fiskveiðiáramót.

Deiluatriði er hver prósentan skuli vera og hvort hún eigi að vera sú hin sama fyrir allar fisktegundir. Nefna má að í áliti Landssambands smábátaeigenda frá 17. apríl 2002 er talað um 20 prósent flata ívilnun. Í umræðunni upp á síðkastið hefur oft verið nefnd 20 prósent ívilnun í þorski en 50 prósent í öðrum tegundum. Aðrir hafa talað um lægri tölur; kannski á bilinu 12 til 18 prósent. Það er ljóst í mínum huga að eftir því sem hópurinn verður stærri sem ívilnunarinnar nýtur verður prósentan lægri. Það gefur nokkuð auga leið. Það er líka ljóst að umfang byggðakvótans mun hafa áhrif á prósentuna.

Þá er komið að þriðja atriðinu. Hverjir geta verið með? Þarna eru stjórnarflokkarnir ekki alveg sammála. Í samþykktum okkar sjálfstæðismanna er talað um dagróðrabáta sem róa með línu. Framsóknarmenn tala um dagróðrabáta sem róa með línu og beita og stokka upp í landi.

Í samþykkt framsóknarmanna er því klárlega ekki átt við beitningavélabáta. Dagróðrabátur þarf út af fyrir sig ekki að beita í landi og strangt til tekið gæti því landsfundarsamþykkt okkar sjálfstæðismanna því náð til vélabáta sem landa daglega. En hitt verða menn auðvitað að virða að dagróðrar þýða ekki róðralag þar sem landað er annan hvern dag, þriðja hvern dag, eða vikulega, eins og stundum er haldið fram. Orðið verður bara skilið bókstaflega.

En hvað með hagsmuni landverkafólks?

Það er alveg augljóst mál að önnur helsta réttlæting línuívilnunar er skírskotunin til hagsmuna byggðanna. Menn benda á (og þar á meðal sá er þessar línur ritar) að línuútgerð sé mjög stunduð út um landsins dreifðu sjávarútvegsbyggðir. Enginn njóti ívilnunarinnar nema að sækja sjóinn. Sóknartengd aðferð sé líklegri til þess að skapa útvegsbyggðum sem eru nærri miðunum ákveðið forskot. Þess vegna beri að koma henni á, þó fráleitt leysi hún vanda allra sjávarútvegsplássanna í landinu.

Af þessu tilefni er full réttlæting í því fólgin að kveða á um að afli þessara báta komi til vinnslu og verðmætasköpunar á atvinnusvæði bátsins sem þessarar ívilnunar nýtur. Hér er ekki átt við tiltekna verstöð. Atvinnusvæði með nútíma samgöngum er mun víðtækara og er til skilgreint í bókum Byggðastofnunar, svo dæmi sé tekið. Vandæðalaust ætti því að vera að kveða á um slíkt í lögunum um línuívilnun.

Það er sanngjarnt og eðlilegt að landverkafólk njóti ávaxtanna af þessu fyrirkomulagi. Réttlæting línuívilnunarinnar er hvort sem er sótt meðal annars með skírskotun til hagsmuna byggðanna. Slíkt ákvæði væri enda líklegra til þess

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli