Frétt

bb.is | 18.09.2003 | 14:00Segir það bull að Páll Pálsson ÍS sæki steinbít á hrygningarsvæðum

Páll Halldórsson skipstjóri á ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS.
Páll Halldórsson skipstjóri á ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS.
„Það er bara bull í Guðmundi að við séum að veiða steinbítinn á hrygningarsvæðum“, segir Páll Halldórsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal gerir út. Páll vísar þar til ummæla Guðmundar Halldórssonar, formanns Smábátafélagsins Eldingar, sem hann lét falla hér á bb.is í gær. „Við veiðum nánast allan okkar steinbít út af Blakk og Kóp á þessum hefðbundnu steinbítssvæðum. Í fyrra var lokað stóru svæði út af Látragrunni vegna hrygningar og enginn að sækja þangað. Þessar upplýsingar liggja allar fyrir og er hægt að fá hjá Fiskistofu ef menn vilja fara í gegnum þetta í smáatriðum“, segir Páll Halldórsson.
„Það þarf ekkert að þrasa um þetta heldur er hægt að fá þessar upplýsingar hreint og klárt úr afladagbókum. Ég held að heilt yfir hafi mjög lítið verið veitt af steinbít á þessari hrygningarslóð enda sýnir það sig að nýliðun hefur verið mjög góð í steinbítsstofninum“, segir Páll.

Útgerð smábáta á línu hefur aukist undanfarin ár og segir Páll að þeir hafi í auknum mæli verið að sækja á slóð togbátanna utan 12 mílna. Mjög gott samkomulag hafi verið milli skipstjóra línubáta og togbáta á steinbítsmiðunum.

„Við höfum veitt í myrkri og þeir í björtu. Í birtingu þegar við erum að fara hafa þeir lagt fyrir aftan okkur og síðan eru þeir yfirleitt búnir að draga eftir hádegi. Ég held það heyri til undantekninga ef einhver ágreiningur er á milli manna úti á sjó. Ég litla trú á því að Guðmundur mæli fyrir munn trillukarla hér á svæðinu þegar hann er að brigsla togarasjómönnum um einhverja rányrkju. Þetta tal virðist ekki ætlað til annars en að etja heimamönnum saman, mönnum sem sækja sömu miðin og búa í sömu byggðunum.“

Páll segir skipið hafa landað til fiskvinnslunar í Hnífsdal í 30 ár og síðasta áratug hafi útgerðarmynstrið verið mjög stöðugt. „Við höfum aðallega verið að stunda grunnslóðina á veturna og sótt ýsu, þorsk, kola og steinbít. Þetta erum við búnir að gera í fjöldamörg ár og það má ekki gleyma því að allur þessi fiskur er unninn hérna á svæðinu. Ef það á að ívilna einhverjum til að styrkja byggðirnar, þá á það að ná til allra þeirra sem eru að landa í sinni heimabyggð og eru ekki að flytja aflann í burtu, sama hvort veiðarfærið heitir lína, troll eða eitthvað annað.“

Páll Halldórsson segir gríðarlega mikið í húfi fyrir áhöfn og útgerð Páls Pálssonar ef aflaheimildir skipsins yrðu skertar vegna línuívilnunar. „Ef farið er að þeirra ítrustu kröfum, þá rýrnar hásetahluturinn á ársgrundvelli um 900 þúsund krónur. Við róum um 45 túra á ári og þetta þýðir 20 þúsund króna skerðingu á hásetahlutnum í hverjum túr.

Við megum nú ekki gleyma því að Guðmundur Halldórsson er búinn að selja frá sér kvótann í tvígang. Það er því ekki skrítið að hann vilji fá einhverjar heimildir í staðinn. En þetta er komið gott hjá honum“, sagði Páll Halldórsson skipstjóri.

kristinn@bb.is

bb.is 17.09.2003
Segir að banna ætti steinbítsveiðar með stórvirkum veiðarfærum

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli