Frétt

bb.is | 18.09.2003 | 10:14Athugasemdir gerðar vegna frétta af hafnsögubátsmálum á Ísafirði

Guðm. M. Kristjánsson hafnarstjóri.
Guðm. M. Kristjánsson hafnarstjóri.
Vegna frétta á bb.is undanfarið um málefni hafnsögubáts á Ísafirði hefur hafnarstjórinn á Ísafirði, Guðmundur M. Kristjánsson, óskað eftir að koma eftirfarandi á framfæri og bárust athugasemdir hans í gærkvöldi: „Þar sem blaðamaðurinn hj@bb.is hefur nú skrifað fjórar fréttaskýringar vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar á hafnsögubáti vil ég taka það fram að umræddur blaðamaður hefur ekki í neinum tilvikum leitað álits eða upplýsinga hjá hafnaryfirvöldum á Ísafirði, þó svo að vitnað sé í hafnaryfirvöld í umræddum greinum. Vegna síðustu fréttaskýringar hj@bb.is sem birtist á vef bb.is í dag, 17. september, skal eftirfarandi tekið fram:
Núgildandi haffærisskírteini er gefið út og undirritað af skipaskoðunarmanninum Guðmundi Óla Lyngmo 12. júlí 2003. Undirritaður fékk umrætt haffærisskírteini sent í pósti daginn eftir. Meðfylgjandi haffærisskírteininu voru tvær blaðsíður athugasemda sem væntanlega áttu að vera minnispunktar fyrir okkur til að uppfylla fyrir næstu skoðun eins og venja er. Hins vegar ef Siglingastofnun ætlast ekki til að umræddir listar séu ætlaðir til að taka mark á þeim, þá ættu þeir að láta þær upplýsingar fylgja með svo að við séum þá ekki að eyða peningum í óþarfa viðhald. Venjulega er haffærisskírteini gefið út til eins árs í senn ef engar athugasemdir eru gerðar vegna skoðana eða undanþágu.

Á þessu ári hafa verið gefin út Haffærisskírteini sem hér segir: 08.01-28.02, 27.03-31.05, 31.05-30.06 og 12.07-25.09. Á þessu sést að báturinn er á sínu fjórða haffærisskírteini á hálfu ári og enn er nokkuð eftir af árinu. Fyrir okkur sem vinnum á bátnum og ekki síst fyrir viðskiptavini hafnarinnar þá er þetta óviðunandi. Meðal annars hafa haffærisskírteini verið með athugasemdinni „gildir aðeins innan hafnarsvæðis“.

Þar sem vitnað er í Pálma Stefánsson, formann Björgunarbátasjóðs Vestfjarða, skal eftirfarandi tekið fram: Umræddur Pálmi kom að máli við mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að skoða þá vinnu sem lögð var í hugmynd um sameiginlegan bát Björgunarfélagsins og hafnarinnar. Ég tjáði Pálma að þar sem ég þekkti ekki málið og hefði ekki kynnt mér það vegna þess að ég hef aðeins verið eitt ár hafnarstjóri hér og einnig að ég hefði ekki séð nein gögn um málið væri ég opinn fyrir öllum hugmyndum og tilbúinn að skoða það.

Þess skal einnig getið að höfnin hefur verið í góðu og nánu samstarfi við Björgunarfélagið og þeir oft aðstoðað hafnarstarfsmenn þegar þörf hefur verið á. Hins vegar hefur það komið fram að núverandi björgunarbátur, Gunnar Friðriksson, hentar alls ekki til þeirra verka sem höfnin þarf að sinna en sameiginlega höfum við þó sinnt þeim verkefnum af veikum mætti og það ber að þakka.

Það skal tekið fram til að koma í veg fyrir allan misskilning, að hafnsögubátur er notaður í annað og meira en að flytja hafnsögumann um borð í þau skip er til hafnarinnar koma.“

Athugasemd blaðamanns:

Undanfarið hafa birst á bb.is fjórar fréttir og fréttaskýringar vegna fyrirhugaðra kaupa á nýjum lóðsbát fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar. Í þeim fréttum hafa sjónarmið bæjar- og hafnaryfirvalda birst í ítarlegu máli, m.a. með beinum tilvitnunum í opinber bréf bæjarstjórans og hafnarstjórans á Ísafirði. Blaðamaður taldi að þar væri ekki við neinu að bæta enda kemur ekki fram í athugasemd hafnarstjórans að svo sé. Aðfinnslur þess efnis að ekki hafi verið haft samband við hafnaryfirvöld eiga því tæpast rétt á sér.

Í bréfaskrifum bæjar- og hafnaryfirvalda hafa komið fram sterk lýsingarorð um ástand lóðsbátsins. Blaðamaður hafði því samband við starfsmann Siglingastofnunar og frétt um viðbrögð hans stendur. Um samskipti þessara stofnana að öðru leyti getur blaðamaður ekki dæmt.

Í umfjöllun blaðamanns 4. september voru helstu verkefni lóðsbátsins rakin og rök manna fyrir breyttu rekstrarfyrirkomulagi. Því eru lesendur bb.is vel upplýstir um verkefni bátsins og því ekki líkur á misskilningi. Rök þau sem þar birtast hafa ekki verið hrakin af hálfu hafnaryfirvalda.

Tilvitnun hafnarstjórans í samtal við Pálma Stefánsson staðfestir það sem haft er eftir Pálma í frétt bb.is að ekki hafi verið tekið á óskum þeirra um samstarf. Ítrekað hefur komið fram sú skoðun hafnaryfirvalda að björgunarbátur henti ekki til starfa fyrir Ísafjarðarhöfn. Engin rök hafa hins vegar komið fram í því máli.

hj@bb.is

bb.is 17.09.2003
Lóðsbátur: Lýsingar bæjarstjóra og hafnaryfirvalda vekja furðu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli