Frétt

Stakkur 37. tbl. 2003 | 18.09.2003 | 09:05Hver er sekur og hver saklaus?

Í síðasta tölublaði BB var lífleg umræða milli þeirra vinanna Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Stakks, sem Addi Kitta Gau sendi heldur betur tóninn og fannst lítið til alls koma, kannski með réttu og kannski með röngu, og gerði lítið úr þessum nafnlausa skríbenti, sem þó væri vel að sér um sögu Alþingis og dómstóla, þótt illa væri vitið notað. Reyndar var öllum börnum kennt eitthvað um þetta í grunnskóla fyrir tiltölulega stuttu. Og ekki var það lítið hrós að telja Stakk ekki aðeins vera af vestfirskum ættum heldur líka ef rétt var skilið ættaðan úr Sléttuhreppi, sem eitt sinn þótti nánast ganga aðalstign, það er að segja eftir að Ísfirðingar hættu að telja Slétthreppinga guðsvoluð börn og fáráða, sem lítt dygðu til annars en að kjósa í alþingiskosningum. Stakkur síðustu viku hlýtur að vera mjög upp með sér af þessari upphefð. Fátt jafnast á við hana nema ef vera skyldi þingseta, en af henni höfum við Vestfirðingar nóg ef marka má ummæli Reykvíkinga. Gunnar Örn háseti á skútu Adda þurfti ekki að fara í steininn, þótt hann keyrði próflaus.

Nú kann einhver að segja að staða hans í þjóðfélaginu hafi leitt til þessarar niðurstöðu, því ekki eru það aðrir en sæmilega sjóaðir brotamenn sem sleppa með sakfellingu en enga refsingu. Þá eiga þeir víst að hafa safnað svo miklu í sarpinn að dómurum þyki ástæðulaust að bæta við. Það væri víst að æra óstöðugan að fara í fótspor fyrri Stakks og hafa skoðun á siðferði alþingismanna, sem ekki er að skapi Frjálslynda flokksins sem lítur á Alþingi sem betrunarstofnun ef Guðjón hefur skilist rétt. En mikið óskaplega væri nú vitlaust að egna þingmenn á móti sér. Því verður svarað af fullum þunga. Það væri ekki þess virði að eyða tíma nokkurs manns í þvílíka vitleysu.

Séð og heyrt skúbbaði aldeilis í síðustu viku. Alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson stóð í stríði við blaðið, sem vildi endilega koma honum að minnsta kosti á sama stall og Gunnari Erni, og gera að hann að píslarvotti. Blaðið á að sjálfsögðu tengsl við Vestfirði, því úr Djúpinu kemur annar ritstjórinn, Bjarni Brynjólfsson. Ekki er annað þorandi en að nefna nafn hans svo ekki sé kallað eftir reiði Alþingis, nóg er nú samt. Pottþétt er að Sigurður Kári er að vestan, þótt Stakkur nú viti ekki hvaðan og finnist reyndar að blessaðir þingmennirnir eigi að eiga eitthvert líf, svo þeir glati ekki einkalífinu.

En Sigurður Kári notaði brotthlaupinn sýslumann frá Ísafirði sér til góða. Sá talaði meira segja um sekt og sakleysi. Ja, maður bara spyr: Er nokkur sekur í augum alþingismanna? Ekki dugar annað en nefna nafn þessa sýslumanns, sem heitir Ólafur Helgi Kjartansson. Kannski ætti Frjálslyndi flokkurinn að nota svona liðlegan mann til að gefa vottorð um sakleysi?


bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli