Frétt

Eiríkur Bergmann Einarsson | 15.09.2003 | 15:31Leiðin til ánauðar – sauðfjárrækt á Íslandi

Kannast lesendur við orðið beingreiðslumark? Eða ærgildi? Eða merkingu hugtaksins vetrarfóðruð kind? Hvað með hugtakið greiðslumark lögbýla? Svo ekki sé nú minnst á hugtakið útflutningsskylda sem tönnlast hefur verið á í fjölmiðlum að undanförnu. Óvíst er að lesendur hafi merkingu þessara hugtaka á hraðbergi en öll eru þau í búvörusamningi íslenska ríkisins við sauðfjárbændur, ásamt fjölda annarra undarlegra hugtaka og orðskrípa sem hafa verið smíðuð af embættismönnum landbúnaðarkerfisins.
Sjálfir útskýra embættismennirnir hugtökin svona:

Beingreiðslumark: Tiltekin fjárhæð, sem ákveðin er í 2. gr. og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.

Ærgildi: Við útreikning greiðslumarks til ærgilda er miðað við 18,2 kg kjöts.

Vetrarfóðruð kind: Ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin fram á forðagæsluskýrslu.

Greiðslumark lögbýla: Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli, sbr. gr. 2.2 og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.

Einhverju nær?

Vitlausasta landbúnaðarkerfi í heimi

Af fréttum undanfarna daga hefur endanlega komið í ljós að landbúnaðarstefnan er komin í algert öngstræti. Gjaldþrot landbúnaðarkerfisins er bersýnilegt. Hvernig í ósköpunum er hægt að smíða kerfi sem sem hvoru tveggja í senn leiðir til hæsta matvælaverðs sem þekkist á byggðu bóli og heldur bændum jafnframt við fátæktarmörk?
Það þarf að leita aftur til gömlu Sovétríkjanna til að finna hliðstæðu þessarar vitleysu.

Eins og málum er nú háttað er það í höndum einhverjar verðlagsnefndar búvara (með lögum nr. 69/1998 og 99/1993 um framleiðslu, sölu og verðlagningu á búvörum) að ákvarða verð á lambakjöti og mjólk. Nefndin á að „meta framleiðslukostnað sauðfjárafurða við upphaf hvers verðlagsárs. Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem rekið er við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Þá getur nefndin verðlagt afurðir annarra búgreina koma fram óskir þess efnis.“

Þetta kerfi er löngu orðið að sjálfstæðu bákni sem skaðar bæði neytendur og bændur. Aðeins milliliðirnir græða. Því er aðeins eitt til ráða: Hendum þessu arfavitlauasa kerfi í heilu lagi og komum á raunverulegri samkeppni í greininni. Eins og í öllum öðrum atvinnugreinum.

Sovétkerfi Framsóknar

Framsóknarflokkurinn, með dyggri aðstoð framsóknarmanna í öðrum flokkum, hefur hneppt bændur á Íslandi í ánauð og bundið þá á klafa glórulauss sovétkerfis í landbúnaði sem enginn skilur lengur, ef þá nokkurn tímann. Í því ljósi er yfirlýsing formanns flokksins um að landbúnaðarkerfið sé gengið sér til húðar þeim mun merkilegri. En Halldór Ásgrímsson hefur áður sýnt að hann er óvenjulegur Framsóknarformaður og heiður skilinn fyrir að það.

Haftastefna sjálfstæðismanna

Öllu ömurlegri er framganga þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Drífu Hjartardóttur, sem hefur beinlínis vaðið á súðum í fjölmiðlum og kvartað sáran fyrir hönd sauðfjárbænda yfir ósanngjarnri samkeppni frá svína- og kjúklingaframleiðendum, sem hún vænir um að selja vöru sína undir kostnaðarverði. En hvað mega svína- og kjúkklingakjötsframleiðendur þá eiginlega segja yfir gegndarlausum opinberum fjárstuðningi við sauðfjárframleiðslu, en sauðfjárrækt er sennilega mest styrkta atvinnugrein á Íslandi og þótt víðar væri leitað? Opinberu fé er bókstaflega dælt í greinina en samt er kvartað undan samkeppni frá afurðum sem ekki njóta opinberra styrkja. Furðulegt.

Afnemum innflutningshöft

Opinber fjáraustur í landbúnað á Íslandi og ýmiskonar innflutningstakmarkanir eru jafnan réttlætt með því að önnur lönd styrki sinn landbúnað líka, þótt í minna mæli sé. En halda þessi rök? Er ekki bara í fínu lagi að leyfa útlendingum að niðurgreiða fyrir okkur landbúnaðarvörur ef þeir endilega vilja? Annað eins hefur nú gerst.

Ég hef áður, á þessum vettvangi, bent á mikilvægi þess að aflétta innflutningshömlum á landbúnaðarvörur frá fátækustu ríkjum heims. Þá getum slegið tvær flugur í einu höggi; leyst íslenska bændur úr ánauð og heimilað um leið sárafátæku fólki að bjóða vörur sínar á íslenskum markaði neytendum til heilla.

– Eiríkur Bergmann Einarsson

Vefritið Kreml

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli