Frétt

Múrinn - Ármann Jakobsson | 15.09.2003 | 15:09Að losna við Arafat

Þann 11. september síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Ísraels að Yassir Arafat, forseti Palestínu, skuli „fjarlægður“, annað hvort flæmdur úr landi eða jafnvel myrtur. Enn er þó óljóst hvort látið verður til skarar skríða. Fyrstu viðbrögð heimsins benda til þess að þetta hafi verið feilspor hjá Ísraelsstjórn og sýnt fram á mikilvægi Arafats og vinsældir. Það sem yfirlýsingin afhjúpar er hins vegar hversu langt þeir menn eru tilbúnir að ganga sem nú skipa ríkisstjórn Ísraels og sem því miður eru þar í umboði þjóðar sem hefur ekki sýnt mikinn sáttavilja í kosningum undanfarin ár.
Það væru mikil mistök að halda að þessir menn myndu ekki grípa til hryðjuverka af því tagi af þeirri ástæðu einni að þau yrðu grundvallarmistök í taktík. Staðreyndin er nefnilega að núverandi ríkisstjórn í Ísrael virðist fremur rekin áfram af bræði og heift en skynseminni.

En hvað geta Vesturlönd sagt? Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa rætt pólitískt morð sallaróleg sem leið til að ná markmiðum sínum. Gott betur. Synir Saddams Husseins voru sallaðir niður til þess að gera stríðið aðeins vinsælla og hefur gengið svo vel að spjallkóngar á borð við Jay Leno hafa skemmt sér hvað eftir annað yfir þessum morðum (og allt er þetta sýnt hér á Íslandi).

Ísraelsstjórn tókst líka að fá Bush og félaga til að hafna Arafat sem samningsaðila og kenna honum um allt sem hefur farið aflaga í samskiptum Ísraels og Palestínu seinustu ár. Þar með hefur Bandaríkjastjórn egnt óbilgjarnan ? enda segir máltækið að það sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það.

Það sem retóríkin gegn Arafat breiðir yfir er að Arafat hefur ekki staðið að kúgun eins né neins. Það gerir hins vegar Ísraelsstjórn. Síðan árið 1996 hefur aldrei setið í Ísrael ríkisstjórn sem var tilbúin að ganga nógu langt til þess að ná samkomulagi við Palestínu. Engin stjórn hefur staðið við samningana í Osló sem þó voru heilmikil tilslökun af hálfu Palestínumanna ? þeir voru með þeim að afsala sér miklu landi sem Ísraelar hafa hernumið ólöglega. En sanngirni Arafats þá leiddi af sér aukna óbilgirni eftirmanna Rabins og Peres sem síðan hafa fært sig upp á skaftið ár frá ári, í skjóli Bandaríkjastjórnar sem hefur leyft þeim að komast upp með nánast hvað sem er.

Ófriðurinn í Palestínu er ekki Yassir Arafat að kenna. Í raun skiptir engu máli hvort hann lifir eða deyr. Það er palestínska þjóðin sem er í uppreisn og ekkert sem núverandi ríkisstjórn í Ísrael er tilbúin til að gera mun binda enda á þá uppreisn.

Stuðningsmenn Ísraels hamra jafnan á hryðjuverkum Palestínumanna og sleppa þá öllum hryllingssögunum um morð og kúgun Ísraelshers sem eru ekki færri. Fordæmingin á hryðjuverkunum lítur líka framhjá því að það er réttlætismál að Palestína fái frelsi og kúgun þessarar þjóðar linni, burtséð frá baráttuaðferðum hennar. Ekkert sem Palestínumenn hafa gert jafnast á við þann viðbjóð sem sjá mátti hjá sumum andstæðingum apartheidstefnunnar á 9. áratugnum. Það breytti því ekki að málstaður þeirra sem börðust gegn apartheid var réttur og kúguninni varð að linna.

Núna efast enginn lengur um að það hafi verið skynsamlegt að semja við menn eins og Mandela ? sem hafði verið stimplaður hryðjuverkamaður með nákvæmlega sama hætti og Arafat. Menn hafa kannski gleymt því að þjóðarleiðtogar á borð við Reagan og Thatcher töluðu nákvæmlega eins um Afríska þjóðarráðið á 9. áratugnum og Bandaríkjamenn um Palestínumenn núna.

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki spurning um hryðjuverk eða um óhæfa leiðtoga. Málið snýst um réttlæti og það verður enginn friður á þessu svæði fyrr en réttlætið nær fram að ganga.

áj

Vefritið Múrinn

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli