Frétt

bb.is | 15.09.2003 | 14:41Tölvumál Ísafjarðarbæjar tilefni líflegra bréfaskipta

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Nokkur átök um tölvumál Ísafjarðarbæjar hafa staðið innan bæjarkerfisins að undanförnu og hafa þau meðal annars komið fram í líflegum bréfaskiptum. Upphafið má rekja til könnunar sem fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar lét gera ásamt gerð áætlunar sem stefndi að því að skólar bæjarfélagsins yrðu betur búnir á þessu sviði. Í bréfi sem Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu ritaði bæjarráði Ísafjarðarbæjar 25. júlí segir:
„Í könnuninni kom í ljós að gríðarlegur kostnaður er vegna tölvumála og liggur sá kostnaður einkum í kerfisfræðiaðstoð og nettengingum. Heildarkostnaður vegna tölvutengdra mála (fyrir utan tölvukaup) árið 2002 var kr. 2.537.830 og þar af vegna kerfisfræðiaðstoðar kr.1.575.614. Allt bendir til þess að þessi kostnaður eigi eftir að hækka á þessu ári. Að auki er tölvukostur í mörgum skólum engan veginn samkeppnishæfur.“

Í bréfi sínu leggur Ingibjörg það til að ráðinn verði sérstakur kerfisstjóri: „Rökin fyrir slíkri ráðningu eru helst þau að lækka kostnað vegna kerfisfræðiaðstoðar, skapa samfellu og þekkingu í þjónustu, fá hagstæðari kjör við innkaup og nettengingar en jafnframt það besta sem möguleiki er á. Einnig væri hægt með sameiginlegum umsjónarmanni að skipuleggja endurnýjun á tölvukosti skólanna út frá þörf og stöðu heildarinnar. Að lokum væri hægt að nýta slíkan starfsmann til kennslu í þeim skólum sem þörf er á.“ segir í bréfinu.

Ingibjörg María telur að aðstæður á vinnumarkaði séu slíkar nú, að hagkvæmt sé að ráða mann með slíka þekkingu. Einnig telur hún að tölvukostur stofnana sé orðinn mjög bágborinn vegna aldurs. Óskar hún því leyfis bæjarráðs til þess að ráða kerfisstjóra að Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Á bæjarráðsfundi 28. júlí var erindi þetta afgreitt á þann hátt að fela fjármálastjóra sem fer með tölvumál bæjarins að meta þörfina fyrir slíku starfi og gera auk þess nýja úttekt á tölvumálum bæjarins.

Ekki virðist þessi afgreiðsla hafa vakið gleði hjá skólastjórnendum í bæjarfélaginu því að 11. ágúst senda sex skólastjórnendur bréf til fræðslunefndar bæjarins þar sem þeir ítreka mikilvægi þess að ráðinn verði kerfisstjóri. Bréfið er tekið fyrir á fundi fræðslunefndar 12. ágúst og tók fræðslunefnd undir ósk skólastjórnendanna og óskaði eftir fundi með bæjarráði sem fyrst.

Þegar þessi fundargerð kemur til afgreiðslu bæjarráðs er hún afgreidd með þeirri bókun að „þar sem ófullnægjandi bókanir eru við nær öll erindi 176. fundargerðar fræðslunefndar frestar bæjarráð afgreiðslu hennar og felur bæjarritara að kalla eftir ítarlegri upplýsingum um innihald erinda frá formanni nefndarinnar“. Með þessari afgreiðslu þurfti bæjarráð ekki að taka afstöðu til óska fræðslunefndar. Eftir því sem best verður séð er ekki algengt að senda heila fundargerð heim til föðurhúsanna með þessum hætti.

Þann 27. ágúst rita skólastjórar allra grunnskóla bæjarins bréf til bæjarráðs þar sem segir m.a.:

„Komið hefur til tals að fresta því að ráða mann til þessara starfa og fá sérfræðinga til að leggja mat á tölvukerfin og meta ástand þessara mála. Þegar slíkt mat liggi fyrir yrði brugðist við aðstæðum. Þessa hlið mála hafa skólastjórnendur rætt og eru sammála um að hún sé ekki skynsamleg. Einkum vegna þess að slíkt mat yrði væntanlega dýrt og niðurstaðan er að okkar mati fyrirséð. Eftir slíkt ferli yrðum við hugsanlega í sömu sporum og nú og þeim fjármunum sem færi í slíka úttekt yrði e.t.v. betur varið með öðrum hætti.“

Þá segir einnig í bréfinu:

„Ætla má að úttekt á vegum aðila sem starfar á vettvangi í nokkurn tíma verði marktækari en úttekt sérfræðinga sem stoppa stutt við og spyrja e.t.v. aðeins forstöðumenn skólanna. Þess utan má benda á að á s.l. skólaári óskaði fræðslunefnd eftir úttekt á tölvumálum skólanna, skólastjórar unnu að henni og skiluðu til nefndarinnar.“ Einnig er rakið í bréfinu að vegna breytinga í forritum sé mjög mikilvægt að netsamband sé eins gott og framast sé unnt.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 1. september var svohljóðandi bókun gerð:

„Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett í ágúst 2003, með tillögu að verkefnum varðandi úttekt á stöðu tölvu- og upplýsingamála hjá Ísafjarðarbæ. Ennfremur lagt fram bréf frá skólastjórum grunnskóla Ísafjarðarbæjar dagsett 27. ágúst sl. varðandi tölvu- eða kerfisfræðistarf við grunnskólana. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálast

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli