Frétt

| 01.03.2001 | 10:39Guðni Einarsson á Suðureyri heiðraður

Guðni Einarsson.
Guðni Einarsson.
Guðna Einarssyni framkvæmdastjóra á Suðureyri voru veitt brautryðjendaverðlaun Iðntæknistofnunar á kynningarfundi stofnunarinnar í Þróunarsetri Vestfjarða í síðustu viku. Eitt af því sem Guðni hefur fengist við á síðustu árum er þurrkun á fiskhausum og framleiðsla á fiskkökum. Eins og fram kom hér á vefnum fór Guðni til Nígeríu fyrir skömmu og kynnti sér markaðsmál. Salan á framangreindri framleiðslu lofar góðu og hefur hún hlotið góðar viðtökur þar í landi.
Við breytingar á kvótakerfi og erfiðleika í rekstri fyrirtækja á Suðureyri um 1990 hóf Guðni rekstur á smábát með bræðrum sínum og stofnaði með þeim félagið Bræðraverk. Þessi bátur var til skamms tíma með mestu áunnu aflareynsluna í þessum flokki báta. Bræðraverk var sameinað Básafelli en þeir bræður stofnuðu annað félag undir sama nafni. Í dag er það útflutningsfyrirtæki í eigu þeirra bræðra og starfar mest frá Bandaríkjunum undir nafninu International Seafood Souloutions (ISS).

Árið 1996 setti Guðni á stofn ásamt öðrum og hafði forgöngu um rekstur verslunar á Suðureyri. Þessari verslun var lokað og reksturinn færður árið 2000 í eina verslun undir nafni ESSO.

Fyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri var stofnað snemma árs 1997 að frumkvæði Guðna og var hús keypt til þurrkunarinnar. Áður hafði verið reynt að þurrka hausa á Suðureyri en það ekki tekist. Forskot Súgfirðinga var heitt vatn á Laugum, nokkru innan við þorpið á Suðureyri, en fram að þeim tíma hafði enginn haft kraft og getu til að gera borholu til að nýta þennan varma eins og gert er nú. Rekstur Klofnings hefur frá upphafi gengið vel og framleiðsla félagsins er orðin þekkt gæðavara á nígeríska markaðnum. Haustið 2000 var stofnuð ný deild innan Klofnings til frekari úrvinnslu á hausum í flokkun og söltun.

Í upphafi ársins 2000 fór að frumkvæði Guðna í gang samstarf við fiskimjölsverksmiðjuna Gná ehf. í Bolungarvík um rekstur á verksmiðju sem þurrkar marning til manneldis. Fyrirtækin keyptu 80% hlutafjár í Fiskbitum sem áður hafði verið í þurrkun á gæludýrafóðri. Þetta verkefni er enn á þróunarstigi.

Guðni stóð að stofnun Grárófu ehf. í desember 1997 sem tók á leigu rekstur Fiskiðjunnar Freyju. Grárófa rak fiskvinnslu um þriggja mánaða skeið þar til rekstur hófst aftur undir nafni Freyju. Grárófa setti á fót félag í Brasilíu, Saga Islandesa Ltd., ásamt brasilískum aðilum og keypti félagið fjóra báta og rak þá til skamms tíma. Í dag hyggur þetta félag á frekari landvinninga í Brasilíu.

Undir árslok 1999 stóð Guðni ásamt fleiri aðilum að stofnun Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. á Suðureyri. Félagið keypti rekstur Básafells á Suðureyri auk þess hefur það stofnað félag við útgerðarmann á Suðureyri um kaup á báti.

Guðni var frumkvöðull að stofnun Íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum. Hann hefur tekið þátt í endurreisn fyrrum starfsstöðvar Íslenskrar miðlunar sem heitir nú Fjarvinnsla Suðureyrar og gengur vel.

BB 16.02.2001
Farnir að framleiða fiskkökur í stærri skömmtum ...

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli