Frétt

bb.is | 12.09.2003 | 15:01Síbrotahringur sjúkra ógæfumanna: Engin úrræði virðast vera til

Fréttir liðinna daga af innbrotum á Ísafirði hafa vakið þá spurningu hvaða úrræði séu til staðar í þjóðfélaginu fyrir eiturlyfjasjúka síbrotamenn. Í huga a.m.k. sumra er illskiljanlegt að sömu mennirnir skuli látnir feta sama hringinn ár eftir ár og áratug eftir áratug. Sá ógæfusami maður sem hefur nú á tæpri viku framið þrjú innbrot á Ísafirði og valdið stórfelldu tjóni hefur hvað eftir annað farið þennan sama hring: Fjöldi innbrota í fyrirtækjum, skipum og á einkaheimilum í leit að lyfjum. Skýrsla tekin í hvert skipti og síðan er manninum sleppt til að fremja nýtt innbrot á næstu dögum. Þegar kerfinu þykir innbrotafjöldinn vera orðinn hæfilegur er kveðinn upp fangelsisdómur: Hálft ár eða eitt ár á Hrauninu. Að vistinni þar lokinni hefst sami ferillinn á nýjan leik. Aftur og aftur.
Af þessu tilefni hafði bb.is samband við fjölmargt fólk sem tengist þessum málum: Embættismenn í dómsmálum, heilbrigðismálum og félagsmálum, afbrotafræðing, aðstandendur, stjórnmálamenn og fleiri.

Á undanförnum mánuðum og misserum hefur átt sér stað mikil umræða um aðstæður og meðferðarúrræði fyrir eiturlyfjasjúklinga. Segja má að úrræði séu til staðar fyrir einstaklinga sem stutt eru á veg komnir í neyslu og eru tilbúnir að horfast í augu við vandamál sín. Þar er um að ræða meðferðarstofnanir sem t.d. SÁÁ rekur. Þegar komið er að lengra leiddum fíklum eru til ýmis úrræði en þar með ekki sagt að þau leysi þau vandamál sem uppi eru í dag. Það hefur komið m.a. fram í fréttum af málefnum Byrgisins og flutningi þess að Efri-Brú í Grímsnesi.

Fíklum sem ekki tekst að vinna bug á fíkn sinni með áðurnefndum aðferðum virðist hvergi ætlaður staður í íslensku þjóðfélagi þar sem þeir geta tekist á við vandamál sín. Þetta er fólk sem hefur verið í neyslu í mörg ár og jafnvel áratugum saman, getur ekki stundað vinnu og þarf því að fjármagna neyslu sína með afbrotum. Þeir sem lengst eru leiddir geta einungis hugsað um eitt: Að komast yfir einhver þau lyf sem veita líkn frá þrautum.

Afbrot þeirra miðast því eingöngu að því að ná í lyfin beint, m.a. með síendurteknum innbrotum á þá staði sem hugsanlega hafa að geyma lyf. Þar eru skip og bátar framarlega í flokki, auk þess heilbrigðisstofnanir og raunar allir þeir staðir þar sem fíkillinn telur að hann geti fundið lyf. Oftar en ekki hafa ógæfumennirnir lítið upp úr krafsinu en skemmdir sem þeir valda eru oft mjög miklar, að ekki sé talað um þann óhug sem setur að fólki þegar svona atburðir eiga sér stað. Verst eru þó aðstandendur þessara fíkla leiknir. Sársauki þeirra er óbærilegur.

Í dag eru úrræði kerfisins þau, að þegar upp kemst um mennina (og það gerist oftast fyrr eða síðar) eru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar er tekin skýrsla af viðkomandi, sem oft viðurkennir greiðlega til þess að komast sem fyrst út aftur. Lögregla getur ekki haldið fólki eftir að játning liggur fyrir og því er fíkillinn umsvifalaust kominn á götuna á ný í leit að líkn. Málin fara sína leið í kerfinu og um síðir er viðkomandi dæmdur til nokkurra mánaða fangelsisvistar á Litla-Hrauni. Þegar henni lýkur hefst hringurinn aftur. Þessir fíklar eru það langt leiddir að þeir hafa margir hverjir ekki sýn á neitt annað en fíknina.

Viðmælendur bb.is voru sammála um að það þjónaði engum mannbætandi tilgangi að loka þetta fársjúka fólk inni í venjulegum fangelsum. Fangelsisvistin hjálpaði fólkinu ekki á nokkurn hátt. Einn viðmælandi taldi að þróunin hefði verið sú undanfarin ár, að opna öll meðferðarúrræði til þess að tryggja persónufrelsi. Við þá þróun hefði gleymst að huga að hagsmunum þessara fíkla sem eru það langt leiddir að hefðbundnar meðferðir duga ekki. Þessi hópur hefði einfaldlega gleymst.

Sjúkir ofbeldisafbrotamenn, sem eru ekki taldir sakhæfir en eru sjálfum sér og öðrum hættulegir, eru dæmdir til vistunar á réttargeðdeildinni á Sogni og eru þar til meðferðar undir lækniseftirliti. Í viðtölum hefur komið fram að álíka úrræði vanti fyrir afbrotafíkla. Einn viðmælandi orðaði það svo að eins og staðan væri í dag væri það ógæfa þeirra að vera ekki tiltakanlega ofbeldishneigðir. Það væri hin sorglega staðreynd.

Viðmælendur voru sammála um sérstök réttargeðdeild fyrir þennan hóp myndi verða mikið framfaraspor í íslensku samfélagi. Í dag er spurt um arðsemi fjárfestinga. Flestir telja ekki þurfa mikla útreikninga til að sjá að slík stofnun borgar sig þegar aðeins er horft til þess tjóns sem einn síbrotamaður af þessu tagi veldur á stuttum tíma. Sársaukinn sem þessir sjúku menn valda sér sínum og öðrum verður hins vegar ekki metinn til fjár. Málefni þessara fíkla eru í dag hálfgert feimnismál og þeir virðast fáa talsmenn eiga. „Þeir eru ekki þrýstihópur og þar er sennilega komin skýringin á úrræðaleysinu“, sagði einn viðmælandinn.

Þar til eitthvað verður að gert er því hringurin

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli