Frétt

bb.is | 12.09.2003 | 14:35Ísafjarðarbær ekki beinn þátttakandi í fundinum um línuívilnun

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær var tekin fyrir beiðni smábátafélagsins Eldingar um að Ísafjarðarbær verði meðal þeirra sem standa að fundinum sem haldinn verður á sunnudag á Ísafirði um línuívilnun. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu sem samþykkt var samhljóða: „Bæjarstjórn bendir á samþykktir varðandi línuívilnun í sérstakri byggðaáætlun fyrir Vestfirði og á Fjórðungsþingi 2002, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur komið að ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Að mati bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar eru undirbúningur og tilhögun opins fundar sunnudaginn 14. september nk. best komin í höndum Smábátafélagsins Eldingar, sem upphaflega boðaði fundinn. Bæjarstjórn samþykkir að styðja við smábátafélagið Eldingu með því að leggja til húsnæði endurgjaldslaust undir fundinn nk. sunnudag.“
Bryndís G. Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram svofellda bókun: „Það útspil sem Sjálfstæðismenn léku í kosningabaráttunni sl. vor fól í sér loforð um línuívilnun til dagróðrabáta. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins geta sjálfsagt gert þá kröfu að orð skuli standa og veitt þingmönnum sínum aðhald með þeim aðferðum sem þeir telja henta. Sumir kjósa að gera það opinberlega á stórum fundi meðan aðrir þora ekki að styggja þá sem valdið hafa. Undirrituð hefur ekki gert kröfur um efndir því til þess þarf að hafa væntingar, en þeir sem ekki hafa neinar væntingar til Sjálfstæðismanna geta tæplega orðið fyrir vonbrigðum. Það er sorglegt að horfa upp á hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnin öll, sem er sérlegur verndari kvótakerfisins, hefur enn einu sinni hent hungurlús niður til fólks, nú í formi loforða um línuívilnun og skapað með þvi ósætti milli manna. Enn á ný hefur tekist að etja saman fólki sem starfar í sjávarútvegi með því að finna þrætuepli. Tilganginum er náð, menn ganga í gildruna, berjast um hungurlúsina og missa sjónar á aðalatriðum málsins í stað þess að gera kröfur um grundvallarbreytingar á gjafakvótakerfinu í heild sinni. Smábátafélaginu Eldingu eru færðar baráttukveðjur í tilefni stórfundar og félagsmenn hvattir til að berjast gegn því óréttlæti sem ríkir í stjórnun fiskveiða á Íslandi.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli