Frétt

| 01.03.2001 | 06:51Loftskeytaklefi „tekinn í notkun“

Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður í nýja klefanum.
Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður í nýja klefanum.
Loftskeytaklefi með öllum búnaði hefur verið „tekinn í notkun“ í Sjóminjasafni Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður frá Ísafirði hefur verið að færa safninu margvísleg tæki tilheyrandi starfi loftskeytamannsins öðru hverju um árabil. Ólafur kom fyrst með tæki árið 1991 og þá með flest þeirra sem eru í nýja klefanum. Aftur kom hann með meiri búnað tveimur árum seinna og enn árið 1999. Starfsmenn safnsins smíðuðu klefann utan um tækin og mun það verk einkum hafa verið í höndum Jóns Sigurpálssonar og Halldórs Vagns Jónssonar, undir nákvæmri umsjón Ólafs.
Ekki eru í klefanum nærri því öll tækin sem Ólafur hefur gefið og mun meira er í geymslum safnsins. Búnaðurinn væri sennilega í góðu lagi ef á reyndi en nú eru hann einungis þannig tengdur að ljós loga á honum.

Við dálitla athöfn í Sjóminjasafninu, þegar klefinn var „tekinn í notkun“, þakkaði Jón Sigurpálsson safnavörður á Ísafirði Ólafi fyrir veglegar gjafir en gefandinn ræddi um starf loftskeytamannsins og sagði gamansögur tengdar því. Meðal viðstaddra var þingmaðurinn sr. Karl V. Matthíasson. Hann sagði þetta sérlega ánægjulegt tilefni í ljósi þess að faðir hans var á sínum tíma loftskeytamaður. Sagði hann að loftskeytaklefinn minnti sig á lyktina af Machintosh-namminu sem faðir hans kom úr siglingum. Síðan morsaði sr. Karl nafnið sitt. Um þrjátíu manns voru við þessa athöfn en í boði voru harðfiskur með smjöri, hákarl, brennivín og bjór.

Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður fæddist á Ísafirði 22. mars 1925, sonur Björns Björnssonar verkstjóra og Ingveldar Hermannsdóttur frá Aðalvík. Hann hóf störf hjá Pósti og síma á Ísafirði sem sendisveinn árið 1939 og lærði jafnframt verklega símritun. Hann lauk símritaraprófi 1945 og loftskeytaprófi 1948 og var símritari á Borðeyri, í Reykjavík og á Ísafirði en árið 1949 gerðist hann loftskeytamaður á sjó og starfaði þar í hálfan þriðja áratug. Hann var á Ísborginni 1949-1954, Úranusi 1954-1961 og á Narfa 1961-1975. Eftir að Ólafur kom í land starfaði hann sem loftskeytamaður og yfirsímritari á Reykjavíkurradíói.

Ólafur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra loftskeytamanna. Hann var þar bæði gjaldkeri og formaður og árið 1981 var hann kjörinn heiðursfélagi F.Í.L. Ólafur hefur setið í Sjómannadagsráði, verið í ritstjórn Sjómannadagsblaðsins og Sjómannablaðsins Víkings og árið 1987 kom út eftir hann bókin Loftskeytamenn og fjarskiptin. Eiginkona Ólafs er Gróa Finnsdóttir.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli