Frétt

| 28.02.2001 | 16:37Er Byggðastofnun – stefna raunhæf?

Fáum blandast hugur um það, að landsbyggðin á undir högg að sækja sem stendur. Það er svo sem ekki í fyrsta sinnið á Íslandi. Reyndar er um alþekkt vandamál í hinum vestræna heimi að ræða. Satt best að segja hafa þróunarríkin svokölluðu ekki farið varhluta af þessari þróun. Upp úr 1970 var tekið á málum landsbyggðarinnar með nokkrum tilflutningi fjármuna til landsbyggðarinnar. Hófst þá mikil skuttogaravæðing um allt land. Um þetta leyti mun það hafa gerst í eina skiptið á síðustu öld, að fleiri fluttu frá Reykjavík en til höfuðborgarinnar. Ýmsir hafa orðið til þess að halda því fram, að áhrifin hafi orðið gríðarlega mikil en fyrirsjáanlega eingöngu til skamms tíma. Það má eftir á að hyggja telja nokkurt sannmæli. Landsbyggðin dafnaði í nærri einn og hálfan áratug. Síðan tók við jafnlangt skeið, sem raunar stendur enn, skeið niðurleiðarinnar. Orsakirnar eru margar. Flestum verður gjarnt á að staldra við kvótakerfið og telja það sökudólginn.

Kvótakerfið er manna verk og einfalt er að halda því fram að auðveldlega megi breyta því til fyrra horfs. En fjárhagslegir hagsmunir margra eru gríðarmiklir og því við ramman reip að draga. Allt er svo réttlætt með því að sameining fyrirtækja í sjávarútvegi hafi gagnast þjóðinni mikið og aukið velmegun hennar. Eitt er óumdeilt: Umsvif Íslendinga hafa aukist mikið, en það hafa skuldirnar og viðskiptahallinn einnig gert. Vissulega hefur þetta allt gerst á tíma kvótakerfisins. En er eðlilegt að setja samasem merki á milli? Mætti þá ekki varpa þeirri spurningu fram, hvort Íslandsútgerð hf. með einu hlutabréfi í umsjón sjávarútvegsráðherra væri besta lausnin á því að hagræða veiði- og aflaheimildum?

Aftur að Byggðastofnun. Um hana hafa pólitíkusar deilt sem og forsvarsmenn atvinnulífsins, þangað til þeir eða umbjóðendur þeirra hafa notið góðs af. Margar ráðstafanir hennar á almannafé hafa verið umdeildar. Nú er verið að flytja stofnunina til Sauðárkróks. Sú tilraun er mikilsverð og tekst vonandi, ef það er ekki einfaldlega orðið of seint. Ýmsum landsbyggðarmönum finnst árangur Byggðastofnunar til sóknar sárgrætilega lítill og reyndar vörnin fyrir málstaðinn engu skárri. Helsta skýringin kann að vera sú, að raunverulega byggðastefnu skorti. Almennar reglur um það með hvaða hætti fé skattgreiðenda skuli varið til framdráttar landsbyggðinni vantar.

Stærstu einstöku verkin sem þarf að vinna snúa að menntamálum og byltingu í fjarkennslu og fjarnámi. Það er þjóðinni ólíkt hagkvæmara að gera fólki gerlegt að stunda nám sitt heima með nútímatækni fremur en að flytjast allt búferlum á einn stað til þess að auka á vandkvæði í umferð og skipulagi, svo sem glöggt af umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Eina raunhæfa byggðastefnan er að veita stórauknu fé til menntamála svo fólk treysti sér til að búa áfram í heimabyggðinni sinni og setja almennar reglur um ráðstofun „byggðafjár“. Svo einfalt er það.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli