Frétt

| 28.02.2001 | 16:01Tvíbráðinn Ísfirðingur í Austurríki

Leó Jóhannsson ásamt nafna sínum sem annast dyravörslu hjá þeim hjónum í Stainz.
Leó Jóhannsson ásamt nafna sínum sem annast dyravörslu hjá þeim hjónum í Stainz.
Suður í hinu skógsæla Austurríki, í suðausturhluta landsins þar sem Alparnir eru víðsfjarri en mjúkir ásar Pannóníusléttunnar teknir við, býr Leó Jóhannsson frá Ísafirði ásamt Eriku eiginkonu sinni. Leó er maðurinn frá hinum kalda Ísafirði sem hefur tvívegis bráðnað í Austurríki þótt hitinn í þeim tilvikum hafi verið af ólíku tagi. Í annað skiptið var það sálin sem bráðnaði en í hinu tilvikinu var nokkuð heitt á skrokkinn.
Það virðist skammt um liðið en þó er fullur áratugur frá því að Leó fór í gönguferðir á Ísafirði með hundinn sinn risastóra sem margir muna eftir. Þó að Leó sé stór og sterklegur, þá fannst mönnum stundum álitamál hvor væri að fara með hinn út að ganga, Leó eða hundurinn. Og þó að Leó þýði ljón, þá var hundurinn miklu svipaðri ljóni ásýndum en eigandinn.

Það virðist skammt um liðið frá því að Leó var með ljósmyndastofuna sína að Hafnarstræti 7 á Ísafirði, í húsi fjölskyldunnar þar sem verslunin Hamraborg er mest áberandi á jarðhæðinni. Leó er sonur Margrétar heitinnar Leósdóttur og Jóhanns Júlíussonar (sem í daglegu tali er aldrei kallaður annað en Jói Júl) og bróðir Kristjáns G. Jóhannssonar. Hann er því meiður af einni af þekktustu ættunum hér vestra en afi hans var Júlíus Geirmundsson frá Atlastöðum í Fljótavík.

Það kom ýmsum heima á Ísafirði á óvart á sínum tíma, þegar Leó Jóhannsson var allt í einu búinn að staðfesta ráð sitt með austurrískri konu og sestur að í Austurríki. Þau Erika hafa nú verið búsett þar í nær átta ár. Fyrri helming þess tíma starfaði Leó í myndvinnslu hjá stórfyrirtæki í Graz en hefur verið sinn eiginn herra síðan. Og núna í byrjun mars er hann að koma í gang nýju einkafyrirtæki í ljósmyndun í nýbyggðu húsi þeirra hjóna í bænum Stainz.

„Þetta byrjaði allt með því að piparsveinninn Leó“, eins og hann kemst sjálfur að orði, „fékk tilboð um að fara til Austurríkis á námskeið í stað Jóns Sveinssonar listmálara frá Hnífsdal, sem hafði veikst snögglega. Ég varð að segja já eða nei í hvelli og svo fór að ég var kominn til Graz eftir nokkra daga. Þetta var 18. júlí 1991 og þar kynntumst við Erika sem var þar einnig „fyrir algjöra tilviljun“, því að hún hafði verið staðráðin í því að fara aldrei á þannig námskeið fyrir listmálara. Hún var viss um að það væri ekkert varið í svoleiðis námskeið“, segir Leó.

„En það endaði þannig að við trúlofuðum okkur í Austurríki þann 7. september 1991. [Þetta var fyrra tilvikið þegar Íslendingurinn bráðnaði í Austurríki]. Erika kom svo á eftir mér til Íslands þann 1. október og við giftum okkur 7. desember 1991 á Ísafirði. Frændi minn, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, gaf okkur saman í sal bæjarfógetaembættisins á Ísafirði.“ Og Leó tekur fram að það sé ekki villa í ártalinu 1991 á öðrum hvorum staðnum: „Þetta gekk bara svona fljótt fyrir sig!“

Þetta eru glefsur úr upphafinu á ítarlegu og myndríku viðtali við Leó Jóhannsson í Bæjarins besta sem kemur út í dag. Þau Erika og Leó eru nýbúin að byggja sér hús, sem nærri því má kalla ævintýrahús.

„Sameiginlega tókst okkur að leysa ótrúlegustu vandamál. Ég var rafvirki, pípulagningamaður og smiður. Saman steyptum við í kringum húsið, Erika hrærði í steypuhrærivél og ég múraði. Þessi útivinna var að mestu unnin í 25-35 stiga hita. Þar bráðnaði Íslendingurinn öðru sinni!

Við ákváðum í byrjun að við mundum klára allt að fullu utan og innan, áður en ég opnaði ljósmyndastofu og Erika byrjaði að nota myndlistarvinnustofu sína sem er á jarðhæð hússins. Við stóðum við það og lukum byggingarvinnu þann sjöunda janúar síðastliðinn.“

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli