Frétt

Fréttablaðið | 11.09.2003 | 11:39Tvö ár frá árásinni á Tvíburaturnana

Í dag er 11. september árið 2001, sem lýst hefur verið sem mesta sorgardegi í sögu New York-borgar ef ekki Bandaríkjanna allra, minnst víða um heim. Árásirnar höfðu gríðarleg áhrif á almenning í Bandaríkjunum. Sex mánuðum eftir árásirnar leiddi könnun Rauða krossins í ljós að 43% íbúa miðborgar New York voru í tilfinningalegu ójafnvægi – þeir þjáðust af hræðslu og vonleysi. Einhvers staðar segir að tíminn lækni öll sár og í dag gengur lífið í borginni sinn vanagang.
N.G. Berill, réttarsálfræðingur við háskóla á Manhattan, segir atburðina hafa sýnt að íbúar borgarinnar séu umburðarlyndir og fljótir að jafna sig á áföllum. Nú sé fólk farið að tala aftur um ástalíf fræga fólksins og það sé jákvætt. „Ég man þegar Bush forseti kom hingað strax eftir árásirnar og sagði að einn dag yrði þetta minning ein“, segir Julie Hilden, rithöfundur og lögmaður sem býr í New York. „Ég trúði honum ekki þá, en í raun hafði hann rétt fyrir sér. Í dag er þetta minning – minning sem er að dofna.“

Þó íbúar borgarinnar séu smám saman að ná sér er efnahagur borgarinnar bágur. Talið er að árásirnar hafi kostað New York-borg um 83 milljarða dollara. Þá hefur störfum í borginni fækkað um tæplega 163 þúsund síðan árásirnar voru gerðar. Atvinnuleysið í júlí mældist 8,1% en í júlí árið 2001 var það 5,8%.

Sorgardagur

„Styrjaldarástand ríkti á götum New York og Bandaríkin eru lömuð vegna hryðjuverkanna í gær. Fólk flýði suðurhluta Manhattan eins hratt og það gat. Yfirvöld hvöttu fólk á ákveðnum svæðum, syðst á Manhattaneyju, til að forða sér, en gera það rólega og yfirvegað, en jafnframt voru aðrir beðnir um að halda kyrru fyrir, til að forðast óþarfa örtröð á götum borgarinnar.“

Svona hófst frétt Fréttablaðsins morguninn 12. september fyrir tveimur árum, daginn eftir að fjórum farþegaþotum sem lögðu upp frá Boston hafði verið rænt. Eins og kunnugt er var tveimur þeirra flogið á Tvíburaturnana í New York, einni á Pentagon, en ein hrapaði. Afleiðingarnar voru þær að hinir 110 hæða háu turnar hrundu, Pentagon stórskemmdist og meira en 3.000 manns létu lífið. Hið óhugsanlega hafði gerst þennan dag, ráðist hafði verið á Bandaríkjamenn í þeirra eigin heimalandi.

Afleiðingarnar

„Bandaríkin munu elta uppi og refsa þeim sem bera ábyrgð á þessum heigulsverkum“, sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, daginn sem Tvíburaturnarnir hrundu. „Herafli okkar, jafnt heima sem um heim allan, er í viðbragðsstöðu.“

Afleiðingar hryðjuverkaárásarinnar á heimsmyndina eru enn ekki ljósar nú tveimur árum eftir atburðina. Líkt og Bush boðaði sama dag og árásirnar urðu hafa Bandaríkjamenn skorið upp herör gegn hryðjuverkamönnum og ráðist inn í Afganistan og Írak undir þeim formerkjum. Ekki sér fyrir endann á átökunum og hersetu bandaríska hersins, enda ástandið í báðum löndunum afar ótryggt. Það sem hlýtur hins vegar að valda bandarískum ráðamönnum hvað mestu hugarangri er Osama bin Laden. Þessi höfuðpaur al-Qaeda samtakanna, sem báru ábyrgð á árásunum, er enn ófundinn. Reyndar er ekki einu sinni vitað hvort hann er lífs eða liðinn.

trausti@frettabladid.is

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli