Frétt

bb.is | 11.09.2003 | 08:46Anna Lindh lést á sjúkrahúsi í nótt

Anna Lindt.
Anna Lindt.
Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á Karólínska sjúkrahúsinu í nótt af völdum innvortis blæðinga sem hún hlaut eftir að ráðist var á hana með hnífi í verslun í miðborg Stokkhólms í gær. Anna hlaut sár á bringu, handlegg og maga. Hún fór í aðgerð á sjúkrahúsinu í gær, sem stóð yfir fram eftir nóttu, en þá kom í ljós að hún hafði hlotið miklar innvortis blæðingar. Allt kom fyrir ekki og Anna Lindh lést klukkan 3:29 í nótt að sögn talsmanna sjúkrahússins. Árásarmaðurinn var enn ófundinn í nótt. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að ástæða árásarinnar sé af pólitískum toga, en Anna Lindh, sem var fædd 1957, var stuðningsmaður aðildar Svía að Myntbandalagi Evrópu.
Lögregla og talsmenn sænskra stjórnvalda höfðu áður sagt að áverkar Lindh væru mjög alvarlegir en ekki lífshættulegir. Lifur hennar skaddaðist og olli það miklum innvortis blæðingum.

Lindh var í einkaerindum í verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi, þar sem árásin var gerð í gær og hún var ekki í fylgd öryggisvarða. Morðið á Lindh minnir á morðið á Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar 1986 sem skotinn var til bana á götuhorni í miðborg Stokkhólms þar sem hann var að koma úr kvikmyndahúsi. Hefur komið upp umræða um hvort sænskir stjórnmálamenn njóti nægilegrar verndar.

„Þjóðfélag okkar er þekkt fyrir það hvað það er opið“, sagði Göran Persson forsætisráðherra og bætti við að náin tengsl væru á milli leiðtoga landsins og þjóðarinnar. Sagði hann að Svíþjóð værir umburðarlynt og náið samfélag og morðið á Lindh væri árás á þetta opna samfélag. Persson sagði að hugur sinn væri nú hjá fjölskyldu Önnu, eiginmanni hennar og börnum.

Árásarmaðurinn, sem er sagður vera á fertugsaldri og klæddur hermannajakka, kastaði frá sér hnífnum eftir árásina og komst á brott. Margir hafa veitt lögreglu lýsingu á honum en þrátt fyrir ákafa leit í miðborginni í gær fannst maðurinn ekki. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að ástæða árásarinnar sé af pólitískum toga, en Anna Lindh var stuðningsmaður aðildar Svía að Myntbandalagi Evrópu. Kosningar um aðild Svíþjóðar að Myntbandalaginu eru framundan, en stjórnmálafylkingar höfðu frestað kosningabaráttunni í kjölfar árásarinnar og hugðust koma saman til fundar í dag. Talsmenn sænskra stjórnvalda sögðu í morgun, að rætt hefði verið um að fresta atkvæðagreiðslunni en slíkt væri mjög flókið.

mbl.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli