Frétt

| 28.02.2001 | 13:41Tekur þátt í reynsluverkefni við gerð væntanlegrar Slysaskrár Íslands

Elísabet Pálsdóttir fulltrúi og Júlíus Már Þórarinsson forstöðumaður á nýju skrifstofunni.
Elísabet Pálsdóttir fulltrúi og Júlíus Már Þórarinsson forstöðumaður á nýju skrifstofunni.
Vinnueftirlit ríkisins á Vestfjörðum hefur flutt skrifstofu sína úr Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í Þróunarsetur Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði. Starfsemin mun á næstunni aukast í samræmi við þá stefnu stofnunarinnar að flytja verkefni út á land. Prufukeyrsla á samræmdu slysaskráningarkerfi hér á landi (Slysaskrá Íslands) er að hefjast og tekur Vinnueftirlitið á Vestfjörðum þátt í þeirri vinnu. Nú eru tveir starfsmenn hjá stofnuninni á Ísafirði en einn bætist við í fullu starfi í vor.
Jafnframt flutningnum hefur afgreiðslutími á skrifstofunni verið lengdur og nú er opið frá kl. 8 til 14 alla virka daga. Símanúmerið er nú 450 3080 og bréfasími 450 3085.

Júlíus Már Þórarinsson hefur verið forstöðumaður Vinnueftirlits ríkisins á Vestfjörðum frá miðju sumri 1995. Auk hans starfar Elísabet Pálsdóttir fulltrúi á skrifstofunni á Ísafirði og hefur verið í hálfu starfi en starfshlutfallið eykst við tilkomu hinnar nýju samræmdu slysaskráningar fyrir landið allt. Þátttakendur í þriggja mánaða prufukeyrslu kerfisins eru Landspítalinn - háskólasjúkrahús, lögreglan, Vinnueftirlit ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf. Hjá Vinnueftirliti ríkisins er skrifstofan á Ísafirði sú fyrsta sem tekur þátt í þessu og annast Elísabet það verk. Ef prufutíminn leiðir í ljós að skráningarkerfið reynist eins og ætlast er til munu fjölmargir fleiri aðilar koma þar inn.

Að sögn Júlíusar og Elísabetar breytir hið nýja húsnæði miklu fyrir starfsemi og aðstöðu stofnunarinnar á Ísafirði. Áður var skrifstofan í Stjórnsýsluhúsinu í þröngu sambýli við Siglingastofnun. Nú er húsnæði mun rýmra og auk þess er þar fundasalur þar sem aðstaða er til námskeiðahalds. Námskeið eru veigamikill þáttur í starfinu, svo sem fyrir öryggistrúnaðarmenn, stjórnendur vinnuvéla og ýmsa aðra.

Starf Vinnueftirlitsins er mjög fjölþætt. „Það verður meira en nóg fyrir okkur að gera þó að nýr maður í fullu starfi bætist við í vor“, segir Júlíus Már. „Þó að menn hafi öðru hverju verið sendir hingað að sunnan, þá höfum við með engu móti komist yfir allt það sem gera þarf.“ Júlíus nefnir, að á hverju ári þurfi Vinnueftirlitið á Vestfjörðum meðal annars að skoða um 400 fyrirtæki, um 40 gufukatla, um 30 vöru- og fólkslyftur og annað eins af bílalyftum, auk um 30 bændabýla. Stofnunin gefur út réttindaskírteini fyrir stjórnendur vinnuvéla, bifreiðastjóra sem flytja hættulegan farm og þá sem meðhöndla sprengiefni.

Júlíus segir að kjörorðið sé að veita góða þjónustu. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustustofnun við fyrirtæki og starfsmenn en viljum sem minnst vera í lögregluhlutverki, þrátt fyrir óskoraða lögsögu stofnunarinnar í þeim efnum á ákveðnum sviðum. Markmið Vinnueftirlits ríkisins er fækkun slysa og betri og heilsusamlegri vinnustaðir, þannig að fólki líði betur í vinnunni“, segir Júlíus Már Þórarinsson.

Varðandi væntanlega Slysaskrá Íslands segir svo m.a. á heimasíðu Landlæknisembættisins:

Skráning og yfirsýn yfir öll slys er mjög nauðsynleg en hefur fram til þessa reynst erfið, meðal annars vegna þess, að enginn einn aðili hefur verið ábyrgur fyrir skráningu þeirra. Lausnin er fólgin í sameiginlegu skráningarkerfi margra ólíkra aðila sem skrá slys, þ.m.t. sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir, Vinnueftirlit ríkisins, lögregla og tryggingafélög. Markmiðið er að skrá öll slys þar sem meiðsl verða á fólki og öll umferðaróhöpp.

Samræmingin felst í því að stofna sameiginlegan gagnabanka sem hefur verið nefndur Slysakrá Íslands. Skráin mun geyma tölfræðiupplýsingar um öll slys. Slysaskráin hefur það hlutverk að úthluta hverjum atburði einkennisnúmeri eða kennitölu. Atvikið er staðsett og tímasett og þá verður einnig skráð eðli slyssins. Sameiginlegi gagnabankinn verður umfangsmikill enda áætlað að milli 50 til 60 þúsund slys verð hér á landi árlega. Því má gera ráð fyrir að um 100 þúsund skráningar verði í Slysaskrá Íslands árlega, eða um 300 á dag. Landlæknir verður ábyrgðar- og umsjónaraðili gagnabankans.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli