Frétt

mbl.is | 10.09.2003 | 15:19Sendi sjálfan sig í fragtflugi heim til mömmu

Ungur Bandaríkjamaður ákvað að senda sjálfan sig í fragtflugi frá New York til móður sinnar í Dallas. Lögreglu var hins vegar ekki skemmt og á maðurinn nú ákæru yfir höfði sér. Charles D. McKinley, sem er 25 ára gamall, er frá Dallas en býr í New York og hafði heimþrá. Hann sagði í samtali við útvarpsstöð í Dallas í gær, að vinur hans hefði sagt sér að ódýrara væri að fara í fragtflugi en venjulegu farþegaflugi.
McKinley vinnur í vörugeymslu í New York og talið er að hann hafi fengið aðstoð samstarfsmanna sinna við að koma sér fyrir í kassanum, sem var 109 sm á hæð, 91 sentímetri á breidd og 38 sentímetrar á þykkt. McKinley er 170 sentímetra hár og vegur 76,5 kg. McKinley skrifaði í farmbréf að kassinn innhéldi tölvur og annan viðkvæman varning.

Kassanum var síðan ekið frá Kennedyflugvelli í New York til New Jersey þar sem honum var komið fyrir í fragtflugvél á vegum flugfélagsins Kitty Hawk Cargo. Vélin fór frá Newark í New Jersey til Niagara Falls í New York. Þar var kassinn settur í aðra flugvél sem fór til Fort Wayne í Indiana og síðan til Dallas. Ferðin tók 15 tíma og segir McKinley að vistin hafi verið heldur daufleg. Hann gat þó opnað kassann og teygt úr sér.

Á laugardag ók starfsmaður flugfélagsins Pilot Air Freight kassanum frá flugvellinum í Dallas að heimili foreldra McKinleys í úthverfi borgarinnar. Þegar starfsmaðurinn var að bisa við kassann braust McKinley skyndilega út úr honum. Móðir McKinleys varð höggdofa en bílstjórinn hringdi í lögregluna.

„Maðurinn minn spurði: Hvað ertu að gera í þessum kassa? Hann svaraði að hann væri að koma heim," sagði móðir McKinleys í útvarpsviðtali.

Lögreglan handtók McKinley, ekki þó vegna þessa máls heldur vegna þess að hann hafði ekki sinnt kvaðningu vegna ávísanafalsmáls og umferðarlagabrota. Bandaríska alríkislögreglan íhugar hins vegar að leggja fram ákæru vegna flugferðarinnar og vill nú fá að vita hvernig laumufarþeginn komst fram hjá eftirlitskerfi á flugvöllunum án þess að sjást. Minna eftirlit er með flugfragt en farþegaflugi í Bandaríkjunum og því hafa ýmsir áhyggjur af því að hryðjuverkamenn nýti sér það.

Kassinn var í öllum tilfellum settur í upphitað fragtrými með jafnþrýstibúnaði en hann hefði eins getað lent í geymslurýmum sem eru ekki með jafnþrýstibúnaði. Segja sérfræðingar að þessi ferð McKinleys hefði því vel getað orðið hans síðasta.

Til að bæta gráu ofan á svart námu farmgjöldin 550 dölum eða nærri 45 þúsund krónum. Fyrir þá upphæð hefði hann getað keypt sér farmiða á fyrsta farrými milli New York og Dallas.

Bill Hill, saksóknari í Dallas, segist ekki sjá að McKinley hafi brotið nein lög í Texas með þessu uppátæki sínu þótt hann kunni að hafa brotið alríkislög. „En hann braut að minnsta kosti heimskulögin," sagði Hill.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli