Frétt

Guðjón A. Kristjánsson alþ.maður | 10.09.2003 | 09:55Í dómarasæti undir dulnefni

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
,,Nú er öldin önnur. Það má með sanni segja“. Þessi orð Stakks eru allt að því skrifuð með söknuði eftir að fjallað var um dóma- og refsihlutverk Alþingis á fyrri tíð þar sem alþingismenn stóðu að hálshöggi karla og drekkingum kvenna. Það er auðvitað sjálfsagt af lögfróðum umsýslumönnum sem aðgang hafa að gömlum sem nýjum sakaskrám að skýra söguna. En það fer heldur í verra þegar menn, með sérstakan aðgang að trúnaðarskjölum, fjalla um nafngreinda menn í blöðum undir dulnefni - Stakks í þessu tilviki. Sá sem Stakk ritar hefur glögga yfirsýn um landsyfirrétt og dómsstörf eins og lesa má í skrifum hans 13. og 20. ágúst sl. Sammerkt með þessum tveim pistlum er hins vegar að vegið er að tveimur alþingismönnum Frjálslynda flokksins.
Í niðurlagi skrifa sinna 13. ágúst sl. furðar Stakkur sig á því að Magnús Þór Hafsteinsson hvetur til þess að dómi í svokölluðu Bjarmamáli verði vísað til Hæstaréttar þar sem vafasamt sé að dæma tvær refsingar í sama máli. En áður hafði Fiskistofa beitt veiðileyfissviptingu í nokkrar vikur sem refsingu fyrir brottkast. Ég fæ alls ekki séð með hvaða rökum Stakkur getur tengt þessi orð og skoðanir Magnúsar Þórs, sem sérstakan stuðning við Árna Johnsen og aðfinnslur hans í þjóðhátíðarbréfi til Vestmannaeyinga.

Reyndar er það svo að Stakkur fjallar í báðum umræddum pistlum sínum um Árna Johnsen fyrrverandi alþingismann án þess að geta nefnt hann á nafn. Það er að mínu mati afar slæmt ef lögfróðir menn sem setjast í dómarasæti yfir samborgurum sínum leggja slíka fæð á dæmda samferðamenn sína að geta eigi nefnt þá á nafn. Árni var borinn sökum og máli hans var vísað í Hæstarétt hvar hann var sekur fundinn. Er það skoðun Stakks að refsing hafi engan tilgang? Hafi ekki nein þau áhrif sem til mannbóta geti orðið eða auki víðsýni og skilning á því hvað rétt sé gert? Ef svo er, vona ég að Stakkur sé ekki í því hlutverki í þjóðfélaginu að rannsaka og dæma mál manna.

Stakkur nefnir samt fullu nafni Árna Ragnar Árnason sem hann tekur fram að sé Vestfirðingur og Gunnar Örn Örlygsson sem hann veit greinilega ekki um vestfirska fortíð á, né þá heldur um vestfirskar ættir Magnúsar Þórs. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvers hann væntir sérstaklega af Vestfirðingnum Árna Ragnari umfram aðra breyska menn, en það gætu hins vegar frændsemi, flokksbönd eða fortíð þeirra Stakks skýrt fyrir lesendum. Að Magnús Þór ali sérstaka önn fyrir línuívilnun eins og Stakkur fullyrðir kemur nú úr ,,miðvíkinni“ eins og Aðalvíkingar á Látrum og Sæbóli sögðu þegar þeim þótti lítt mark á takandi. Það máltæki ætti Stakkur að þekkja úr vestfirskri fortíð sinni.

Annars höfðu sjómenn annað orð um vitlausa uppgjöf á afla sem þeir trúðu ekki og sögðu um þann sem þá grunaði um að ljúga frá sér skip: ,,Hann var að melda Selfossmeldingu þessi“. Það er vonandi rétt hjá Stakki að vænta megi góðs af störfum Magnúsar Þórs á Alþingi í framtíðinni og þó varla sé hægt að ætlast til stórvirkja á þeim þremur dögum sem Alþingi starfaði á sl. vori þá var það nú samt svo að þingmenn Frjálslynda flokksins reyndu eftir megni á þeim dögum að fá fram betri vinnubrögð við úrskurð og meðferð vafa- og utankjörfundaratkvæða úr Alþingiskosningum. Því miður tókst það ekki og nú eru samskonar atkvæði bæði gild og ógild eftir geðþótta stjórnarliða í kjörbréfanefnd og meirihluta ákvörðun Alþingis.

Sú fullyrðing Stakks að Gunnar Örn Örlygsson sem kjörinn var alþingismaður fyrir Frjálslynda flokkinn í Suðvesturkjördæmi ,,telji ekkert athugavert við að brjóta lög“ eru orð Stakks sem jaðra við meiðyrði. Eins og Stakkur veit vafalaust var það Gunnar Örn sjálfur sem gerði þetta mál að játningamáli. Kjósendur vissu því allt um málið. Gunnar Örn játaði á sig sök í Ríkisútvarpi allra landsmanna fyrir fjórum árum. Hann var þá sjómaður og fisksali. Ef dómskerfið og refsingar væru hér með eðlilegum framkvæmdahraða hefði refsivist hans fyrir löngu verið lokið og hegning og sektir uppgerð.

Þegar til umræðu kom að Gunnar Örn skipaði 1. sæti í Suðvesturkjördæmi var okkur í Frjálslynda flokknum ljóst hvernig mál hans stóðu. Gunnar Örn sætti sig við niðurstöðu héraðsdóms í málinu á sínum tíma og vildi ljúka afplánun sem fyrst, enda viðurkenndi hann brot sín og taldi sér skylt að una dómi fyrir brotið. Gunnar Örn lýsti í blaðaviðtali á sl. vetri þessu máli öllu. Málið var ekki falið. Stakkur telur að Alþingi setji niður við að hafa menn í sínum röðum sem gerst hafi brotlegir við lög. Árni Matt. sjávarútvegsráðherra var dæmdur í héraðsdómi en vísaði því máli til Hæstaréttar. Er það skoðun Stakks að best sé þá að bola honum og öðrum dæmdum mönnum af þingi? Ef svo er að dæmdir menn, sem tekið hafa út refsingu sína eða greitt sektir vegna lögbrota, eigi ekki á þing að fara, þá er ansi seint um að binda.

Þa

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli