Frétt

mbl.is | 09.09.2003 | 23:24Simon og Garfunkel í tónleikaferð

Simon and Garfunkel.
Simon and Garfunkel.
Bandarísku tónlistarmennirnir Paul Simon og Art Garfunkel tilkynntu í dag að þeir ætli saman í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada í haust en þeir hafa ekki leikið saman í tvo áratugi, ef undan er skilið að þeir komu fram saman á Grammyverðlaunahátíðinni í febrúar sl. en þá fengu þeir afhent sérstök heiðursverðlaun. Þeir Simon og Garfunkel eru báðir 62 ára gamlir.
Tónleikaferðin, sem nefnist Gamlir vinir: 2003, hefst í Michican 18. október og mun standa fram í desember. Alls ætla þeir Simon og Garfunkel að halda tónleika í 36 borgum.

Þeir Simon og Garfunkel kynntu tónleikaferðina á blaðamannafundi í New York í dag. Þar sagði Garfunkel að þegar þeir Simon hittust í vetur hafi þeir tekið að nýju upp samband. „Grammyhátíðin neyddi okkur út úr hýðinu... leiddi til þess að við fórum að tala saman, syngja og æfa svolítið," sagði hann.

Simon og Garfunkel nutu gífurlegra vinsælda á sjöunda áratug síðustu aldar fyrir dægurlög sem nú eru klassísk, á borð við Sounds of Silence og Bridge Over Troubled Water. Þeir hittust fyrst þegar þeir voru að alast upp í Queens í New York og gáfu út fyrstu plötu sína í lok sjötta áratugarins undir nöfnunum Tommi og Jenni. Fyrsta smáskífa þeirra með laginu Hey Schoolgirl sló í gegn en í kjölfarið hættu þeir samstarfinu í bili. Þeir hófu samstarfið aftur nokkrum árum síðar og gáfu út plötu með gítarleik árið 1964 sem vakti enga athygli. Ári síðar var lagið Sounds Of Silence gefið út í nýrri útgáfu og það sló í gegn.

Eftir því sem vinsældir Simons og Garfunkels jukust óx spennan á milli þeirra. Simon, sem samdi flest lögin, fannst Garfunkel hefta sig og Garfunkel var það þyrnir í augum hve Simon átti létt með að semja lög. Þegar plata þeirra, Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970 hættu þeir samstarfinu. Þeir hafa þó komið nokkrum sinnum fram saman síðan á tónleikum, síðast árið 1983.

„Ég vissi alltaf að við gætum enn sungið saman," sagði Paul Simon. „Við vorum vinir en síðan slitnaði upp úr vinskapnum. Grammyhátíðin gaf okkur tækifæri til að taka upp þráðinn á ný."

Tvímenningarnir munu á tónleikaferðinni njóta aðstoðar sjö manna hljómsveitar en þeir sögðu að áhorfendur gætu átt von á að heyra þá flytja gömlu og góðu lögin og leika aðeins undir á gítara.

„Við viljum vera trúir anda Simon og Garfunkel-tímabilsins. Ég held að við séum aðallega skuldbundnir okkar kynslóð. Það verður svo að koma í ljós hvort yngri kynslóðir komi á tónleikana," sagði Simon.

Hann gerði lítið úr frægum deilum þeirra Garfunkels og sagði að þeir væru búnir að gleyma öllum erjum. „Okkur kemur vel saman. Við höfum rætt saman og æft," sagði hann og til að sanna fyrir blaðamönnum að þeir væru í góðri æfingu léku þeir Simon og Garfunkel syrpu af þekktum lögum sínum: Old Friends, Homeward Bound og The Boxer.

Garfunkel gaf meira að segja til kynna að þeir Simon myndu taka upp plötu saman. „En það er ekki tímabært enn," bætti hann við.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli