Frétt

bb.is | 09.09.2003 | 15:48Mugison heldur í tveggja vikna tónleikaferð til Japans

Örn Elías Guðmundsson.
Örn Elías Guðmundsson.
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur utan Vestfjarða sem raftónlistarmaðurinn Mugison, heldur í tveggja vikna kynningar- og tónleikaferð til Japan í dag á vegum þarlendrar hljómplötuútgáfu. Mun hann leika á sjö tónleikum, flestum í Tókíó en einnig í Kyoto og víðar. Plata hans Lonely Mountain kemur út í Japan á fimmtudag. Örn Elías segir megin tilgang ferðarinnar vera að leika fyrir Japani og hitta fjölmiðlafólk. Þá mun Örn Elías leika með löndum sínum í hljómsveitinni Múm 16. þessa mánaðar. Umslag Lonely Mountain hefur þá sérstöðu að vera saumað saman og útheimtir það töluverða vinnu. Aðspurður segir Örn Elías þó að enn sem komið er sé ekki mikið verk að sauma fyrir Japansmarkað.
„Þeir fá fimm hundruð diska núna til að prófa og sjá hvað þeir þora að panta í framhaldinu. Annars er þetta mest kynning til að fá fjölmiðlaumfjöllun.“ Undanfarið hefur Örn Elías undirbúið ferðina með því að svara fyrirspurnum japanskra blaða og tímarita í gegnum tölvupóst. „Þeir hafa töluvert mikinn áhuga á Ísafirði. Þeir vita að Björk, Sigurrós og Múm eru allar frá Reykjavík og þess vegna verða þeir voða forvitnir þegar þeir heyra Mugison from Isafjordur. Þeim finnst ekki verra að segja að maður sé frá afskekktu þorpi, þá er maður ennþá skrýtnari en hinir. Þetta gengur allt út að vera sem mest sér á parti.“

Örn Elías segist lítið hafa sinnt tónlistinni síðustu vikur vegna anna við plötuútgáfu. „Ég er búinn að vera svo upptekinn við að sauma að ég hef ekkert getað æft mig í mánuð. Svo hljóp ég í gærkvöldi út í æfingahúsnæði og komst þá að því að hljóðkortið mitt var bilað. Það er ekkert hægt að gera í því fyrr en ég er kominn út til Japan, ég er í tómu veseni.“ Aðspurður telur Örn Elías þó góðar líkur á að tæknimálin leysist farsællega og muni ekki hafa áhrif á tónleikahaldið. „Þetta hlýtur að reddast. Er það ekki lífsmottó okkar Vestfirðinga“, sagði Örn Elías sem heldur til Lundúna nú sídegis og flýgur áfram til Japan í fyrramálið.

kristinn@bb.is

Sjá einnig:

bb.is 16.07.2003
Virkjar nánustu vini og vandamenn í bróderingu á plötuumslaginu

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli