Frétt

bb.is | 04.09.2003 | 17:07Hátt á fjórða hundrað við nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði

Nemendur skólans léku við setninguna.
Nemendur skólans léku við setninguna.
Tónlistarskólinn á Ísafirði var settur við hátíðlega athöfn í Hömrum í gær. Í ávarpi Sigríðar Ragnarsdóttur skólastjóra kom fram að hátt á fjórða hundrað nemenda stunda nám við skólann í einkakennslu, hóptímum og kórstarfi. Þegar hafa innritast um 250 nemendur í hefðbundna tónlistarkennslu við skólann þó Sigríður telji fleiri eiga eftir að skila sér á næstu dögum þar sem kennsla í grunnskólum Ísafjarðarbæjar hófst seinna nú en vanalegt er. Á Ísafirði eru 203 skráðir til náms, 13 í Súðavík, 16 á Suðureyri, 14 á Flateyri og Önundarfirði og 4 á Þingeyri og í Dýrafirði. Skólinn sér um hópkennslu á blásturshljóðfæri í 4. bekk Grunnskólans á Ísafirði og verða þátttakendur í því verkefni 25 til 30 talsins. Þá eru ótaldir nemendur sem eingöngu eru í kórum skólans en þeir hafa verið um 40 til 50 talsins á síðustu árum.
Alls munu 23 kennarar starfa við skólann í vetur og segir Sigríður að þar sé á ferðinni metnaðarfullur hópur fagmanna sem hafi margsinnis sýnt að þeir séu mikils megnugir.

Sigríður sagði fjóra kennara hafa sagt upp störfum sínum fyrir skólalok, þau Herdís Anna Jónasdóttir, Magni Hreinn Jónsson, Vadim Fyodorov og Zbigniew Jaremko. Kristinn Níelsson aðstoðarskólastjóri sagði upp störfum 30. júní en Hulda Bragadóttir var ráðin í hans stað. Sigríður þakkaði Kristni vel unnin störf í þágu skólans og bauð Huldu velkomna til starfa sem aðstoðarskólastjóra en hún hefur kennt við skólann í tæpan áratug.

Nokkrir nýir kennarar koma til starfa. Hafdís Pálsdóttir sem hefur lengi verið í röð fremstu nemenda skólans mun kenna á Flateyri á píanó og selló, og einnig tónfræði en Þröstur Jóhannesson mun kenna á gítar við skólann. Iwona Kutyla tekur aftur við undirleik og kennslu í bóklegum greinum þegar hún og eiginmaður hennar Janusz frach koma úr barneignaleyfi seinna í mánuðinum. Jónas Tómasson tónskáld hefur verið á starfslaunum listamanna síðustu 2 árin, en tekur nú aftur við starfi sínu sem tónfræðikennari og kennir auk þess á þverflautu.

Eistlendingurinn Olavi Körre hefur nýlega verið ráðinn til kennslu á Þingeyri. Óvissa hefur verið um vetrarstarfið þar frá því Zbigniew Jaremko sagði upp störfum og hafa einungis fjórir nemendur sótt um. Sigríður segist binda miklar vonir við að tilkoma Olavi muni reisa aðsóknina þar til fyrri vegs en þar voru á 3. tug nemenda við nám fyrir hálfu öðru ári. Sigríður segir að um óvenju hæfileikaríkan tónlistarmann sé að ræða en hann geti leikið og kennt á píanó, orgel, fiðlu, gítar, bouzouki, mandólín, blokkflautu, trompet og básúnu auk þess sem hann sé mikill söngmaður. Olavi kemst ekki til Íslands fyrr en í október og því mun kennslan á Þingeyri ekki hefjast fyrr en þá.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum á mánudag en hópakennsla í tónfræði og kórstarf hefst um viku síðar.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli