Frétt

| 23.02.2001 | 15:51Viðræður um söluna á rækjuverksmiðjunni í eðlilegum farvegi hjá Byggðastofnun

Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.
Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.
Ágreiningur Sjóvár-Almennra trygginga hf. og Byggðastofnunar um veðréttaröð virðist ekki eiga að þurfa að þvælast fyrir sölu á þrotabúi Nasco í Bolungarvík. Tilboð heimamanna, þ.e. AG-fjárfestingar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og fleiri, sem nú liggur fyrir í rækjuverksmiðjuna í Bolungarvík, hljóðar upp á 236 milljónir króna. Samanlagðar veðkröfur Byggðastofnunar, Sjóvár-Almennra og Sparisjóðs Bolungarvíkur eru vel innan þeirra marka.
„Sjóvá-Almennar eru með málaferli á hendur Byggðastofnun og ekki hefur tekist að leysa þann ágreining“, sagði Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í samtali við Bæjarins besta í dag. „Ég átta mig ekki á því hvernig lausn á þeim deilum tengist þessu tilboði í eignirnar. Þeir verða að útskýra það hvernig þeir tengja þessi tvö mál saman.“

Í DV í dag er eftirfarandi haft eftir Ólafi B. Thors, forstjóra Sjóvár-Almennra: „Það strandar alls ekki á þessu máli. Það er eingöngu ef samningar takast ekki og veðhafar sitja uppi með þrotabúið. Þá mun reyna á röð veðréttanna. Ef samningar takast mun þessi deila ekki standa í vegi fyrir því. Ég hef lýst því yfir að ef samningar takast við veðhafana, og þá fyrst og fremst á milli Byggðastofnunar og heimamanna, séum við alveg tilbúnir til að fella þetta mál niður.“ Einnig er haft eftir Ólafi, að Sjóvá-almennar séu búnar að lýsa því yfir að fyrirtækið sé tilbúið að styðja fyrirliggjandi tilboð heimamanna. Ef Byggðastofnun sé tilbúin til þess líka eigi málið að leysast.

Kristinn H. Gunnarsson þvertekur fyrir það sem sem haft er eftir Ólafi B. Thors í DV í dag, að málið sé í einhverjum hnút hjá Byggðastofnun. Hann segir að viðræður Byggðastofnunar og tilboðsgjafanna standi yfir og hafi sinn eðlilega gang. „Ég er að bíða eftir viðbrögðum þaðan við hugmyndum sem voru settar fram í málinu. Þetta er einfaldlega á vinnslustigi. Það sem snýr að Byggðastofnun er í fyrsta lagi beiðni um að vera hluthafi í hinu nýja fyrirtæki. Í öðru lagi beiðni um að stofnunin láni nýja fyrirtækinu það sem það mun skulda henni, og með það verður farið eins og hverja aðra lánsbeiðni. Í þriðja lagi þurfa að liggja fyrir nánari upplýsingar um fyrirtækið, þar á meðal hvort það fái bankaviðskipti. Allt þetta þarf að liggja fyrir áður en lengra er haldið.“

Einnig segir Kristinn: „Þar sem fram komið tilboð er það hátt að kröfur okkar eru vel tryggðar er ógerlegt fyrir okkur að fallast á að afskrifa af þeim. Slíkt væri einfaldlega gjafafé. Við erum hins vegar tilbúnir að breyta einhverju af því í hlutafé.“

Kristinn segist ekki sjá neina þörf á frekari málarekstri af hálfu Sjóvár-Almennra. „Samkvæmt framkomnu tilboði eru hagsmunir þeirra tryggðir. Veðréttaröðin ætti því ekki að skipta máli og þeir ættu ekki að þurfa að gera kröfur á okkur gagnvart þriðja aðila.“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli