Frétt

Stakkur 35. tbl. 2003 | 03.09.2003 | 10:35Hvalveiðar og ferðaþjónusta

Hvalveiðar Íslendinga hófust að nýju í kjölfar menningarnætur Reykjavíkur og hittist svo á, að það var jafnframt 18. ágúst, sem telst afmælisdagur borgarinnar. Sama dag árið 1786 hlaut Reykjavík kaupstaðarréttindi, ásamt Ísafirði og tveimur öðrum kaupstöðum. Ísafjörður tapaði sínum réttindum, en endurheimti þau árið 1866. Engu að síður var haldið hátíðlegt 200 ára afmæli árið 1986 í höfustað Vestfjarða. Og þessi höfuðstaður státar af mörgu. Frumkvæði að rækjuveiðum á Íslandi kom héðan og því var fagnað fyrir nokkrum vikum með pompi og prakt. Sjávarútvegsráðherra mætti til að taka þátt í herlegheitunum. Sumarið hefur verið gjöfult ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Hver hátíðin hefur rekið aðra og ber hæst unglingalandsmót UMFÍ, sem var sterkt aðdráttarafl og heimamönnum sem öðrum til sóma. Á Ísafirði býr einnig þekktasti hvalfangari nútímans, Konráð Eggertsson, sem ýmsar skemmtisögur hafa verið hafðar um. Ein er sú, að maður hafi bankað upp á hjá fyrrverandi sýslumanni á Ísafirði, er bjó líka við Urðarveg, og spurt hvort hér fengist ekki hrefnukjöt. Hann mun hafa svarað þrátt fyrir nokkurt fát að betra væri að reyna utar í götunni, í eins húsi, og spyrja eftir Konna Eggerts. Hvað sem hæft kann að vera í sögum um hrefnuveiðar seinni tíma þá skiptir máli hvernig nú tekst til.

Alþingi samþykkti árið 1983 með 29 atkvæðum gegn 28 að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða Hvalveiðráðsins, er kom til framkvæmda 1986. Það árið sökktu talsmenn Sea Shepard umhverfissamtakanna tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í mótmælaskyni við vísindaveiðar Íslendinga á hvölum, sem lauk 20. júli 1989, er síðasti hvalurinn kom að landi. Þar með lauk seinni tíma hvalveiðum Íslendinga. En umræðan hefur lifað um að þær verði teknar upp að nýju. Þingmenn og fleiri hafa beitt pólitískum þrýstingi. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að nú skuli veiddar 38 hrefnur í vísindaskyni. Hvort viðbrögð af hálfu alþjóða samfélagsins muni harðna eða fjara út skal ósagt látið. En engin er eyland, ekki einu sinni Ísland eitt og afskekkt úti í Norður Atlantshafinu. Umhverfissinnar munu gefa lítt fyrir rök Íslendinga og því má heldur ekki gleyma, að skoðanir eru og hafa verið skiptar samanber atkvæðagreiðslu Alþingis fyrir tveimur áratugum. Forystumenn í ferðaþjónustunni telja að hvalveiðar skaði ímynd Íslendinga erlendis og það muni koma niður á atvinnugreininni, sem skilar snöggtum meira fé í þjóðarbúið en hvalveiðar nokkurn tíma gefi af sér.

Auðvelt er að halda því fram að það sé einkamál Íslendinga að stunda veiðar á hval í eigin lögsögu. Og vart verður því móti mælt að rannsóknir vísindamanna leiða af sér aukna vitneskju um hrefnuna og hvort unnt verði að veiða hana í atvinnuskyni. En hvað ef það kostar meira en arðurinn af veiðunum? Vestfirðingum er ljós hagur af ferðaþjónustu og ættu því að gefa gaum afstöðu með og á móti vísindaveiðum. Er skynsamlegt að veiða ef ferðamenn snúa baki við Íslandi? Er það kannski tóm vitleysa að afstaða ,,nokkurra sérvitringa úti í heimi? eigi að ráða einhverju um atvinnulíf á Íslandi? Hvert sem svarið verður, má ekki gleyma hagsmunum Vestfirðinga og reyndar allra landsmanna.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli