Frétt

Leiðari 35. tbl. 2003 | 03.09.2003 | 10:33Fylkingin fríða, Sinfónían og „húsdýrin“

Ef texti hefði ekki fylgt mynd sem birtist hjá „Víkverja“ Morgunblaðsins fyrir skömmu hefði mátt ætla að þarna væri karlakór á ferðinni, með kvenstjórnanda, sem lífgaði upp á myndina til muna. Svo var þó ekki. Þarna var sendiherrafloti íslensku þjóðarinnar ásamt húsbónda sínum, tuttugu og fimm að tölu. Minna mætti nú ef til vill gagn gera!

„Herinn burt“ og „báknið burt“, kunnugleg slagorð í gegnum árin, þótt fylkingarnar að baki þeirra ættu ekkert sameiginlegt. Segja má að hið fyrra hafi snúist upp í andhverfu sína: herinn kjurt, en hið seinna horfið að mestu í vonleysi aðstandenda, sem horft hafa upp á ríkisumsvifin þenjast út, ár frá ári, án þess að minnstu vörn væri við komið; nánast að öllu leyti á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir margyfirlýstan vilja stjórnvalda til annarra verka.

Ísfirðingurinn Kjartan Hauksson hefur sett sér það markmið að róa báti sínum „Rödd hjartans“ umhverfis landið á Evrópuári fatlaðra. Með því hyggst hann vekja athygli á ólíkri aðstöðu fatlaðs og ófatlaðs fólks til ferðalaga. Því er för Kjartans nefnd til sögu, að þegar ráðamenn eru krafnir svara um úrbætur í heilbrigðismálum eða hliðstæðum málaflokkum er svarið ætíð hið sama: Þetta kostar allt saman peninga! Þessi útlistun heyrist hins vegar aldrei þegar fjölgað er í sendiherrafylkingunni hinni fríðu, sem með hirð sinni allri er að höfðatölu á við margt sjávarþorpið á Íslandi. Þá er annað hljóð í ráðamönnum: Það verður ekki hjá þessu komist ef við ætlum okkur að vera með!

Sinfóníuhljómsveit Íslands hírist nú inni á palli eins og hver annar hreppsómagi. Sveitarfélögin tvö, sem annast framfærsluna með ríkissjóði og Ríkisútvarpinu, eru ósátt við fyrirkomulag meðlagsgreiðslna. Um mikilvægi hljómsveitarinnar efast fáir. Hins vegar má spyrja hvort auk 5 manna stjórnar og 7 manna verkefnavalsnefndar sé þörf á 11 manna starfsliði með sérstökum framkvæmdastjóra, sérstökum fjármálafulltrúa og sérstökum starfsmannastjóra fyrir ekki stærra fyrirtæki en Sinfónían er. Bruðl hefur aldrei verið talið til dyggða.

„Þetta eru gæf og yndisleg húsdýr. Maður fær aðrar tilfinningar til þorsksins eftir að hafa kynnst honum svona. Maður þekkir þá orðið, suma með nafni, svona eins og góður fjárbóndi þekkir ærnar sínar“, segir Guðmundur Runólfsson, gamall togarajaxl, um þorskeldi sem hann stendur fyrir í Grundarfirði. Hætt er við að fokið verði í flest skjól fyrir fiskveiðiþjóðinni, þegar þorskurinn verður kominn upp að hlið hrefnunnar á óskalista ferðamálafrömuða yfir friðuð „húsdýr“. Að sinni ætlar Guðmundur þó að bjóða sænskum þorskinn í jólamatinn.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli