Frétt

mbl.is | 03.09.2003 | 10:27Strangar reglur um innflutning notaðra landbúnaðarvéla

Embætti yfirdýralæknis tekur fram á heimasíðu sinni að innflutningur notaðra landbúnaðarvéla og -tækja sé óheimill samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Innflytjendur geta hins vegar sótt um undanþágu frá þessum ákvæðum til landbúnaðarráðuneytisins sem þá skal afla umsagnar yfirdýralæknis hverju sinni. Skilyrði sem sett eru fram geta verið mismunandi eftir því um hvers konar vél er að ræða, hvaðan hún kemur o.s.frv.
Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að landbúnaðarráðherra hefur gert innflytjanda notaðs gripaflutningabíls og tengivagns að senda tækin úr landi, en þau komu hingað frá Þýskalandi. Áður en bíllinn kom til landsins gaf ráðherra út heimild að uppfylltum ýmsum skilyrðum sem embætti yfirdýralæknis setti en síðan kom í ljós að bíllinn var illa hreinsaður og illa lyktandi og að vottorð sem fylgdi ökutækjunum frá Þýskalandi reyndist ekki vera opinbert.

Í dag kemur fram í Morgunblaðinu, að notuð kornþreskivél, sem Bújöfur-Búvélar hf. flutti inn með ferjunni Norrönu fyrir fimm kornbændur í Vopnafirði, verður snúið við sömu leið þar sem tilskilin leyfi voru ekki fyrir innflutningnum og vélin illa hreinsuð.

Á heimasíðu yfirdýralæknis kemur fram, að það séu m.a. skilyrði fyrir að flytja megi inn notuð landbúnaðartæki, að þau séu þrifin vandlega og síðan sótthreinsuð með viðurkenndum sótthreinsiefnum í útflutningslandinu. Tækið skulu flutt beint til Reykjavíkur til tollafgreiðslu og skoðuð af fulltrúum yfirdýralæknis fyrir tollafgreiðslu. Séu þrif og sótthreinsun ekki fullnægjandi skal endurtaka verkið áður en viðkomandi tæki hlýtur tollafgreiðslu.

Við innflutning á gripaflutningavögnum, hestakerrum o.þ.h. skal fjarlægja allt timbur og önnur efni sem ekki verða þvegin svo viðunandi sé.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli